Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1953, Blaðsíða 161
— 159
1953
i burt út i óvissuna. AS vísu var reist
tvílyft fiskiðjuver, en það er önnur
saga.
Djúpavogs. Húsakynni fara batn-
andi. Litið þó reist af nýjum húsum
a árinu, en nokkur fullgerð. Umgengni
fólks, bæði utan og innan húss, svip-
uð og áður. Margir hirða vel um hús
sín og umhverfi, aðrir miður, og
nokkrir hvorki nenna eða virðast
bafa nokkra löngun til að snyrta
kringum hús sin.
Vestmannaeyja. A. íbúðir: Á árinu
voru í smíðum 81 íbúðarhús með 100
íbúðum, 48410 m3, flestar 4 herbergi
°g eldhús, allt steinsteypt. 22 íbúðir
voru teknar í notkun á árinu, að stærð
samtals 14490 m3. Nokkrar eldri ibúð-
ir voru og stækkaðar. B. Fiskiðnaðar-
bús: Tekin i notkun á árinu 6 hús,
samtals 15700 m3. Auk þess í smíðum
um áramót 7 hús, samtals 20844 m3.
C. Onnur hús í smíðum: Útvegsbanka-
hús, 4346 m3, og verbúða- og skrif-
stofuhús Fiskvinnslustöðvarinnar,
3500 m3. Þannig hefur meira verið
byggt á árinu en nokkru sinni fyrr,
þótt vel hafi verið áður. íbúðarhúsin,
seo flest eru einbýlishús, eru yfirleitt
vönduð, en kostnaði þó stillt i hóf,
fyrir dugnað og samhjálp þeirra, sem
hyggja, og dugnað og sanngirni iðn-
aðarmanna. Þrifnaður utan húss og
fnnan fer stöðugt batnandi með bætt-
Uni húsakosti. Fyrirkomulag sorp-
breinsunar er þó enn ekki gott, þótt
heilbrigðisnefnd hafi undanfarin ár
visað veginn til úrbóta. Enn er sorpið
. utt á opnum vagni um götur bæjar-
lns, en sorptunnur viðast hvar opnar
°8 ómeðfærilegar. Fyrst um sinn
juætti nota gamla sorpvagninn, ef
nyggt væri yfir hann, en stefna verð-
ur að því að fá sérstakan sorpvagn
°8 sorpílát i samræmi við það. Hér
hulur til nóg af smurolíutunnum, sem
Pykja hentugar sem sorpílát, en setja
Þyrfti á þær burðarhöld og hæfileg
uk, sem einhver vélsmiðja hér þyrfti
að hafa á boðstólum við hæfilegu
verði. Skólpleiðslur eru nú i öllum
gótum hér, en mikið af skólpinu fer
1 höfnina, og er slíkt ófært. Vinna
Þarf að þvi að koma skólpinu út úr
liöfninni, þar sem nokkur tök eru á
þvi. Á árinu voru úrgangsefni frá
Lýsisbræðslunni, sem áður höfðu far-
ið í höfnina, leidd út fyrir Eiði, og
var að þvi mikil bót. Slógflutningar
um götur bæjarins valda töluverðum
óþrifnaði, en slógið er ýmist flutt
vestur á Hamar og varpað þar í sjó,
cða það er flutt i garða bæjarbúa sem
áburður. Mér finnst vafasamur hagn-
aður af slógnotkuninni í görðunum.
Töluverður kostnaður og fyrirhöfn
fylgja þessari nýtingu slógsins. Máfur-
inn tínir mikið upp, raunar ótrúlega
mikið, og heldur það honum að hér,
en hann er mesti óþurftargestur í sam-
bandi við þrifnað á húsþökum við
höfnina. Einnig dregur slógið að sér
rottur og skordýr og veldur oft á
vorin megnri ólykt, þegar dregst að
grafa það niður, eins og oft vill verða.
Það væri áreiðanlega betri búskapur
að vinna slógið i hinum fullkomnu
fiskimjölsverksmiðjum hér, og fyrir
garðeigendur væri, þegar á allt er
litið, litill eða enginn kostnaðarauki
að notkun beinamjöls og loftáburðar
í garðana, en mikil þrifnaðarbót.
Verksmiðjureykur og daunill gufa frá
aðalbeinamjölsverksmiðjunni hér veld-
ur fólki miklum óþægindum, einkum
að vorlagi, þegar hlýnar í veðri. Hing-
að til hefur reynzt örðugt að sporna
við þessu, eða að fá þetta lagfært, því
að reyk- og lykteyðandi tæki hafa
verið mjög dýr og árangur óviss. En
nú eru komin á markaðinn ódýr tæki
af norskri gerð, sem sagt er, að reyn-
ist vel. Slík tæki verða nú í vor sett í
nýja fiskimjölsverksmiðju, sem reist
var í vetur og því aðeins leyfð starf-
ræksla á, að vel tækist með reyk- og
lofteyðingu. Ef tæki þessi reynast eins
og vonir standa til, ætti ekkert að
vera því til fyrirstöðu að taka þau
einnig í notkun í gömlu fiskimjöls-
verksmiðjunni hér.
5. Fatnaður og matargerð.
Ólafsvíkur. Æ minna notazt við
heimilisiðnað, allt keypt tilbúið i búð-
um. Fjölbreytni fæðu eykst með meiri
og betri samgöngum, meiri flutningum