Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1953, Blaðsíða 76
1953
— 74 —
Getið 5 tilfella i Reykjavík í sept-
ember og 1 tilfellis í ÁrneshéraSi í
október, auk þess sem héraðslæknir í
Keflavík hermir hér á eftir um matar-
eitrun þar, sem ekki var skráð á mán-
aðarskrá. Ekki er getið um sóttkveikju-
rannsókn á nokkru þessara tilfella; má
ætla, að slumpað muni á sjúkdóms-
greiningu og sé hún þvi vafasöm.
Keflavíkur. 2 tilfelli, sem sett voru
i samband við bráða matareitrun á
Keflavíkurflugvelli (ekki skráð á mán-
aðarskrá).
5. Heilablástur
(encephalitis epidemica).
Töflur II, III og IV, 5.
1949 1950 1951 1952 1953
Sjúkl. 7 10 9 8 11
Danir 2 1,,,, ,,
Getiö er á árinu óskráðs faraldurs
heilablásturs i Blönduóshéraði í nóv-
ember, og skráður er faraldur sömu
sóttar á ísafirði í desember (10 til-
felli), án þess að önnur grein sé gerð
fyrir. Annars aðeins skráð 1 tilfelli í
Rvík (i marz), með því að óskráð er
vafatilfelli það, sem getið er um i
Sauðárkrókshéraði. Eru læknar auð-
sjáanlega í mjög miklum vandræðum
með greiningu og skráningu þessarar
sóttar. Fara sumir eflaust fulldjarflega
í sakirnar, aðrir hika því meira við,
en hvorum tveggja hættir við að rugl-
ast á henni og öðrum sóttum (mænu-
sótt og ýmiss konar bráðri heila-
bólgu). Má þvi gera ráð fyrir van-
skráningu, ofskráningu og margvís-
legri misskráningu heilablásturs, og er
slíkt vorkunnarmál.
Rvík. 1 maður dó af eftirstöðvum
lieilablásturs (Parkinsonismus post-
encephaliticus).
Blönduós. Hefur ekki verið skráður,
en i nóvember veiktust nokkrir af á-
köfum höfuðverk, og fylgdi honum
nokkur hitahækkun ásamt stirðleika í
hnakkavöðvum á 2—3 börnum. Þessi
einkenni hurfu aftur á 2—3 dögum.
1 þessara sjúklinga var maður á sex-
tugsaJdri, annar unglingur, og hinir
voru á barnsaldri. Tilfelli þessi voru
ekki sett á mánaðarskrá, en svo virð-
ist sem um vott af einhvers konar
encephalitis hafi þarna verið að ræða.
Sauðárkróks. 2 mánaða barn er tal-
ið dáið úr encephalitis non epidemica.
Hér gæti verið um encephalitis upp
úr inflúenzu að ræða, því að hún gekk
um sama leyti.
6. Barnsfararsótt
(febris puerperalis).
Töflur II, III og IV, 6.
1949 1950 1951 1952 1953
Sjúkl. 9 8 8 6 6
Dánir „ „ „ 1
Á farsóttaskrám eru 6 konur taldar
með barnsfararsótt í 4 héruðum (Rvík
2, Borgarnes 1, Hofsós 2 og Keflavík
1). Á ársyfirliti um barnsfarir eru auk
þess taldar 6 konur með barnsfarar-
igerðir í 4 héruðum (Hvammstanga 1,
Ólafsfj. 1, Húsavíkur 1 og Keflavíkur
3), en 2 Keflavíkurkvennanna höfðu
aðeins brjóstamein, og víst vantar
mikið á, að öll brjóstamein i landinu
komi til skila, enda hæpið að telja
þau til eiginlegrar barnsfararsóttar.
Enn greinir Búðardalslæknir frá 1 til-
felli barnsfararsóttar hér á eftir, og er
þess tilfellis hvorki getið á farsótta-
skrá né í ársyfirliti.
Bvík. 2 tilfelli skráð á vikuskýrslur,
og í ljósmæðrabók er getið um önnur
2 tilfelli. Ekkert dauðsfall.
Borgarnes. Pluripara, fæðing eðli-
leg, engar aðgerðir. Fékk sepsis og
varð fárveik. Var flutt á Akranesspít-
ala, og tókst þar að bjarga henni.
Búðardals. Kona átti vanskapað
barn. Gekk fæðingin erfiðlega og varð
að grípa til verkfæra. Konan fékk
liitaslæðing i nokkra daga á eftir og
verki i kvið, en sóttin lagaðist vonum
fyrr. Ekki á mánaðarskrá.
Hofsós. 2 konur fengu háan hita,
önnur á 2., hin á 3. degi eftir fæðingu.
Öll einkenni bentu á, að um byrjandi
barnsfararsótt væri að ræða. Batnaði
báðum fljótt og vel af pensilíni og
aureomycini.