Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1953, Blaðsíða 74
1953
— 72 —
Hafnar. Heilsufar gott. Engir veru-
legir faraldrar.
Kirkjubæjar. Heilsufar var yfirleitt
gott. Þó voru mannslát fleiri á þessu
ári en mörg undanfarin ár, og virðist
það nánast vera hótfyndni örlaganna.
Meðalaldur látinna var 72 ár. Siðara
helming ársins mátti heita, að héraðið
væri algerlega laust við farsóttir. Það
mun vera einsdæmi hér um slóðir.
Vestmannaeyja. Heilsufar með betra
móti á árinu.
Eyrarbakka. Heilsufar allsæmilegt á
árinu.
Keflavíkur. Heilsufar yfirleitt gott á
árinu. Engar mannskæðar farsóttir
gengu, enda var manndauði í minnsta
Íagi.
A. Farsóttir.
Töflur II, III og IV, 1—28.
1. Kverkabólga (angina tonsillaris).
Töflur II, III og IV, 1.
1949 1950 1951 1952 1953
Sjúkl. 6909 8737 9850 10365 9183
Dánir 1 „ 1 1 1
Á skráðri kverkabólgu er enginn
áramunur að öðru leyti en þvi, er
tekur til mismunandi fjölda skráðra
tilfella, og er þó jafnvel sá munur ó-
verulegur 4 síðast liðin ár. Faröldrum
bregður fyrir, og eitt og eitt tilfelli
verður banamein, en að jafnaði mun
þá eittlivað aukalega steðja að.
Hafnarfj. Alltaf nokkur brögð að
kverkabólgu. Ekki svæsnari en venju-
lega.
Akranes. Hefur stungið sér niður
alla mánuði ársins og meira að segja
borið töluvert á henni.
Borgarnes. Viðloðandi mest allt
árið.
Búðardals. Viðloðandi allt árið.
Flateyjar. Mjög fáir sjúklingar, en
nokkrir í haust.
Flateyrar. Flest tilfelli i febrúar.
Nokkuð um aukakvilla.
Súðavíkur. Stingur sér niður annað
slagið.
Hólmavíkur. Fá tilfelli.
Hvammstanga. Kom fyrir meira og
minna allt árið, raunar óvenjuáleitin.
Sum tilfellin nokkuð slæm, 1 banvænt:
Oedema glottidis acuta og köfnun, 19
ára gamall piltur.
Blönduós. Á slæðingi allt árið, öllu
meiri en vanalega, en ekki illkynjuð.
Sauðárkróks. Gerir að venju nokkuð
vart við sig allt árið, en þó er minna
mn hana en verið hefur oft undan-
farin ár.
Grenivíkur. Viðloða allt árið.
Breiðumýrar. Dreifð tilfelli allt árið.
Kópaskers. Mjög lítt áberandi mest-
an hluta ársins. Smáfaraldur um
haustið.
Þórshafnar. Yfirleitt viðloðandi allt
árið. Faraldrar i febrúar, ágúst og des-
ember.
Vopnafj. Stakk sér niður allt árið.
Bakkagerðis. Ekki sérlega áberandi.
Seyðisfj. Aðallega fyrra helming
ársins.
Nes. Nokkuð algeng allt árið. Flest
tilfellin fremur væg.
Búða. Viðloðandi allt árið, eins og
endranær, oft þung og þrálát.
Djúpavogs. Enginn verulegur far-
aldur.
Vestmannaeyja. Með meira móti.
Eyrarbakka. Nokkur tilfelli mánað-
arlega.
Keflavikur. Kverkabólga er meðal
hinna staðbundnu kvilla hér og
viðloða nær allt árið. Mjög er hún
tíður kvilli meðal barna, þótt ekki lýsi
sér nema sem bólginn og rauður háls,
og hiti, sem hverfur eftir 3—4 daga.
Þetta er vægur og meinlaus kvilli. í-
gerðir sjaldgæfar, en sýkingin virðist
oftast bundin við hálsinn einan.
2. Kvefsótt
(catarrhus respiratorius acutus).
Töflur II, III og IV, 2.
1949 1950 1951 1952 1953
Sjúkl. 20187 22689 22248 30357 22828
Dánir 113 7 3
Kvefár í meðallagi og greinilega
minni brögð að en á síðast liðnu ári,
sem var kvefár í meira lagi. *
Hafnarfj. Því nær jöfn í öllum mán-
uðum ársins.