Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1953, Blaðsíða 120
1953
— 118 —
<■
Hafnarfi. Mun liafa verið svipuð og
undanfarin ár, enda sömu læknar.
Ólafsvíkur. Aðsókn allmikil. Ferða-
tala mun hafa verið mjög svipuð og
á síðasta ári. Vegir fara batnandi, en
nóg verkefni samt. Vantar veg fyrir
Ólafsvíkurenni.
Flateyjar. Aðsókn að lækni ekki
mikil.
Þinyeyrar. Auk ferða út úr þorpinu
var min vitjað 67 sinnum vegna skipa.
Flateyrar. Aðsókn svipuð að sjúkra-
skýlinu.
Blönduós. Aðsókn að lækni nokkru
minni og læknisferðir allmiklu færri
cn áður vegna þess, að sérstakur lækn-
ir sat í Höfðakaupstað allt árið, að
undanteknum 2 fyrstu mánuðunum.
Aðsókn að sjúkrahúsinu hefur alltaf
farið vaxandi undanfarin ár.
Ótafsfi. Ferðir fáar og stuttar.
Akureyrar. Aðsókn að sjúkrahúsi og
læknum mikil á árinu.
Grenivíkur. Undanfarin ár hafa eng-
ir sjúklingar legið i sjúkraherbergjun-
um hér, en nú í ár voru þar 2 sjúk-
lingar um tíma.
Breiðumýrar. Af ferðunum voru 50
í önnur héruð, flestar í Húsavíkur-
hérað, eða 44, en auk þess i Kópa-
skers-, Egilsstaða- og Akureyrarhéruð.
Kom alls á 416 heimili í lækniserind-
um. Margar þessara ferða eru í skól-
ana að Laugum, en annars hljóta alltaf
að verða mikil ferðalög í svona hér-
aði, þar sem er eingöngu dreifbýli.
Kópaskers. Ferðir 90. Tölur liggja
ekki fyrir um sjúklingafjölda, en mér
virðist aðsókn svipuð þau ár, sem ég
hef verið í héraðinu, og ekki virðist
hafa orðið áberandi breyting á henni
við stofnun sjúkrasamlaga, enda lang-
ræði mikið í héraðinu og ferðakostn-
aður verulegur liður í kostnaði við
læknishjálp; breyta þar sjúkrasamlög
engu. Sími er mjög mikið notaður
til að fá læknisráð, og sparar það oft
ferðir sjúklinga eða læknis.
Seyðisfi. Aðsókn að sjúkrahúsi alltaf
svipuð.
Nes. Aðsókn að lækni fer enn vax-
andi og verður að teljast óeðlilega
mikil. Sjúklingafjöldi að meðaltali ca.
260 á mánuði. Ferðir til Mjóafjarðar
voru 6 og í Norðfjarðarhrepp 41.
Hafnar. Talsvert minni en árið áð-
ur. Ferðir 90.
Kirkjubæjar. Aðsókn að lækni held-
ur minni en árið áður, en þó alltaf
talsverð. Þó að ekki sé um nein sér-
stök veikindi að ræða, kemur fólk til
að fá sin húsmeðul og notar þá tæki-
færið til að rekja raunir sinar, meðan
verið er að taka til lyfin. Þó að þessi
háttur manna reyni oft nokkuð á þol-
inmæðina, hefur hann þó líka sína
kosti. Fólkið kemur fyrr til læknis
með vandkvæði sin, einkum þó þau,
sem eru andlegs eðlis. Stundum upp-
götvast þannig ýmislegt i tíina, sem að
öðrum kosti hefði fundizt of seint.
Fjöldinn af sveitafólki kæmi ekki til
læknis fyrr en það væri mikið úr lagi
gengið, ef það þyrfti að koma í þeim
tilgangi einum að leita lækningar. En
ef það getur keypt plástur, magnyl-
töflur og brennsluspritt, horfir málið
öðru vísi við. Ferðir voru margar.
Olli þar rnestu, hversu margir létust á
árinu, því að oft þurfti að vitja um
suma þeirra.
Vestmannaeyja. Aðsókn að læknum
mun hafa verið í meðallagi. Lyfjabúð-
in hér afgreiddi 18536 lyfseðla á ár-
inu. Aðsókn að sjúkrahúsinu var undir
meðallagi, en þó heldur meiri en í
fyrra. Heldur mun minna um aðsókn
útlendinga 2 siðast liðin ár, eftir út-
færslu landhelgislínunnar.
F. Augnlækningaferðir.
Samkvæmt lögum nr. 12 25. janúar
1934 ferðuðust 4 augnlæknar um land-
ið á vegum heilbrigðisstjórnarinnar:
Kristján Sveinsson, augnlæknir i
Reykjavík, um Vestfirði, Helgi Skúla-
son, augnlæknir á Akureyri, um Norð-
urland, Bergsveinn Ólafsson, augn-
læknir í Reykjavik, um Austfirði, og
Sveinn Pétursson, augnlæknir í
Reykjavik, um Suðurland.
Hér fara á eftir skýrslur þeirra um
ferðirnar:
i