Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1953, Blaðsíða 189
Viðbætir.
Læknaráðsúrskurðir 1955.
1/1955.
Dómsmálaráðuneyti hefur með bréfi,
dags. 7. desember 1954, og framhalds-
bréfum, dags. 6. janúar og 10. febrúar
1955, leitað umsagnar læknaráSs varS-
andi kæru S. B., bifreiðarstjóra, ...,
Deykjavík, á hendur lögreglumönnum
vegna handleggsbrots.
Málsatvik eru þessi:
Þriðjudaginn 20. júlí 1954 var S. B.,
tifreiðarstjóri, ..., Reykjavík, f. 21.
júní 1918, staddur á dansleik að ...
j Reykjavík, og kveðst hann hafa ver-
lítils háttar undir áhrifum áfengis.
Um kl. 23.40 sá S. mann að nafni
9' og kveðst hann hafa slegið Ó.
1 andlitið vegna eldri viðskipta þeirra,
a9 þvi er hann taldi. Ó. hljóp þegar
til dyravarðar hússins og baðst að-
stoðar, en S. kom strax á eftir og vildi
teggja til atlögu við Ó., en dyraverðir
komu í veg fyrir það. Er hér var kom-
lýsir S. atvikum á þá leið, að hann
°8 dyraverðirnir hafi verið staddir í
stiga veitingahússins og hafi þá annar
dyravarðanna komið aftan að honum,
tekið með handleggnum fram fyrir
l'álsinn undir hökuna, en hinn dyra-
vörðurinn hafi komið til aðstoðar,
tekið í vinstri hönd sína (þ. e. S.),
sveigt hana aftur á bak og bögglað
t'ana saman. Telur S., að við þessi tök
t>afi liðið yfir sig, en hann hafi rank-
að við sér, er honum var sleppt utan
við útidyr.
S. kveðst hafa jafnað sig lítils hátt-
ar, eftir að honum var sleppt, en þá
hafi dyraverðirnir opnað útidyrnar til
að hleypa manni út. Þá segist hann
hafa ætlað að ráðast á þann dyravörð-
inn, sem tók liann kverkatakinu, og
síðan hafi orðið einhver læti milli sín
og dyravarðanna, sem hafi lyktað með
því, að sami dyravöröur hafi beitt
sams konar kverkataki og áður, en
hinn hafi keyrt báðar hendur aftur
fyrir bak og snúið upp á þær. S. mun
því næst hafa verið lagður á gólfið í
gangi veitingahússins og honum hald-
ið þar föstum, unz lögregla kom á
vettvang, setti S. í handjárn og færði
hann á lögreglustöðina.
Umrætt kvöld unnu þeir H. J. og
J. Þ. J., báðir lögregluþjónar, við lög-
gæzlu og eftirlit að ... Við störf sín
báru þeir einkennishúfur merktar ...
Þriðji lögregluþjónninn, E. M., vann
umrætt kvöld óeinkennisklæddur við
móttöku aðgöngumiða.
Samkvæmt frásögn þessara þriggja
manna voru málsatvik á þá leið, að
áður nefndur S. kom hlaupandi niður
stiga veitingahússins á eftir áður
nefndum Ó. K., og virtist ætlun hins
fyrr nefnda að leggja til atlögu við
hinn síðar nefnda. H. J. kveðst hafa
stöðvað S., er hafi verið í mjög æstu
skapi, en S. hafi tjáð sig þurfa að
berja Ó. þennan. Ó. fór siðan upp á
loft, og S. ætlaði að veita honum eftir-
för, en þá hófust sviptingar með þeim
H., og leiddu þær til þess, að H. tók S.
haustaki, en í sama mund kom nefnd-
ur J. Þ. til aðstoðar H., og segjast þeir
báðir hafa sett S. út fyrir dyrnar og
beitt hann við það venjulegum lög-
reglutökum.
Því næst ber lögregluþjónunum sam-
an um, að S. hafi farið að berja utan
hurðina mjög ofsalega. Einn segir, að
hann hafi barið i hurðina með hönd-
um og fótum, sem óður væri, og annar