Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1953, Blaðsíða 188
1953
— 186 —
ferSinni í Reykjavík nýlega. Einkum
er áberandi, að týpa III hlýtur að hafa
verið mjög algeng, úr þvi að 20 af 27
börnum hafa i sér mótefni gegn lienni.
Undanfarin ár hafa verið skráð fá
tilfelli af mænusótt i Reykjavik, svo
að sýking með týpu III og týpu II
hefur verið mjög væg og sjaldan vald-
ið einkennum frá miðtaugakerfi.
Öllum er i fersku minni hinn mikli
mænusóttarfaraldur, sem gekk hér á
landi seinna hluta árs 1955. Tafla II
sýnir tölu skráðra sjúklinga i þeim
faraldri. Flestar sýkingar urðu í
Reykjavík. Leitað var að mænusóttar-
veiru í saur 8 mænusóttarsjúklinga,
sem lágu í Heilsuverndarstöð Reykja-
vikur í október 1955, þ. e. meðan far-
aldurinn stóð sem hæst. Mænusóttar-
veira fannst i sýnishornum frá 6 sjúk-
lingum, og allir veirustofnar reyndust
vera týpa I.
Tafla II.
Skráðir mænusóttarsjúklingar hér á landi árið 1955.
Maí Júní Júlí Ágúst Sept. Okt. Nóv. Des. Alls
Með lömunum .... 5 52 52 31 140
Án lamana . . 2 2 2 0 1 201 261 149 618
758
Það mætti þá ætla, að hinn mikli
faraldur af týpu I, sem tafla I vitnar
um, hljóti að hafa breytt nokkuð ó-
næmisástandi, að þvi er varðar týpu I.
Margrét Guðnadóttir cand. med. hef-
ur nýlega mælt mótefni gegn týpu I
í 27 börnum í Reykjavík. Blóðsýnis-
hornin voru tekin í júli 1956. Tafla
III sýnir, að þá hefur meiri hluti
Reykjavikurbarna innan við 10 ára
aldur öðlazt mótefni gegn týpu I.
Þetta er mikil breyting frá því, sem
var i janúar 1955 (tafla I), þegar ekki
fannst mótefni gegn týpu I í Reykja-
víkurbörnum undir 10 ára, og breyt-
ingin hefur auðvitað orðið i faraldr-
inum seinna hluta árs 1955.
Tafla III.
Mótefni gegn týpu I í blóði Reykjavík-
urbarna í júlí 1956. Nefnari brotsins í
töflunni segir til um, hve mörg börn
voru prófuð, teljari, hve mörg þeirra
höfðu mótefni gegn týpu I.
Aldur barna i árum
2—4 5—6 7—9
Mótefni ........ 7/8 5/10 7/9
Hér að framan hefur ekki verið
fengizt um, hvort mótefni í blóði
barna væri meira eða minna, aðeins
athugað, hvort það fyndist í mikilli
blóðvaraþynningu, enda er talið, að
hver, sem hefur i sér mótefni gegn til-
tekinni týpu mænusóttarveiru, jafnvel
þótt lítið sé af því, sé ónæmur fyrir
þeirri týpu.
Mótefni í blóði getur verið mjög
mismunandi mikið, stundum aðeins
vottur, en stundum má þynna blóð-
varann mikið, án þess að hann missi
verkun sina. Mælingar á mótefnis-
magni í blóði má nota til að meta
gagnsemi bóluefnis gegn mænusótt.
Bezt er talið, að sem mest mótefni
myndist eftir bólusetningu. Er það
ætlun manna, að ónæmi sé þá traust-
ara, en einkum að það muni endast
lengur, ef mótefnismyndunin er riku-
leg frá upphafi. Til mælinga á verkun
mænusóttarbóluefnis er tekið blóð úr
sama einstaklingi fyrir og eftir bólu-
setningu og gerður samanburður á
mótefnismagni. Reyndar er bezt að
gera þessar mælingar á fólki, sem fyr-
ir bólusetninguna hefur ekki í sér
mótefni gegn neinni tegund mænusótt-
arveiru. í þeim, sem fyrir fram hafa
i sér eitthvert mótefni, getur magn
þess aukizt verulega, jafnvel þótt bólu-
efni sé lélegt. Ef menn vilja ekki renna
blint í sjóinn um það, hvort bóluefni,
sem notað er, kemur að haldi eða ekki,
þarf i framtíðinni að gera slíkar mæl-
ingar til að ganga úr skugga um gagn-
semi þess og jafnframt til að fylgjast
með þvi, hve lengi áhrif bólusetningar
endast.