Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1953, Blaðsíða 86
1953
— 84 —
fyrir 3 árum, og eru líkur til þess, að
þess hafi gætt enn þá, þar sem veikin
var yfirleitt væg. Sjúkdómurinn var
greindur með sýklarannsókn. (Hér-
aðslæknir greindi ekki sóttina, fyrr
en faraldurinn var um garð genginn,
og féll skráning hans þvi með öllu
niður.)
Árnes. Barst hingað sennilega með
2 börnum úr Reykjavik. Bólusett voru
8 börn á Djúpavík, og fékk ekkert
þeirra kikhósta. Notað var bóluefni
frá The Welcome Research Lab., Eng-
landi.
Hólmavikur. 3 tilfelli i júli og ágúst,
þar af 2 aðkomubörn úr Reykjavík.
Faraldur í Drangsnesi í desember,
vægur; engir fylgikvillar.
Hvammstanga. Nokkuð á ferðinni
allt árið, vægur, enda flest börnin
bólusett.
Blönduós. Var á slæðingi siðara
hluta ársins, en mjög vægur, og mun
læknis ekki alltaf hafa verið leitað.
Aðgætandi er, að áður hefur fjöldi
barna hér verið bólusettur gegn þess-
ari veiki, og var svo gert talsvert einn-
ig nú. Á það sennilega einnig þátt í
því, að kikhósti hin síðari ár er ekki
nema svipur hjá sjón.
Hofsós. Flestallir skráðir í Sléttu-
hlíð. Virðist útdauður i árslok.
Breiðumýrar. Skráð tilfelli væg, öll
á sama stað og tíma.
Kópaskers. 2 börn, gestir úr Reykja-
vík, veiktust vægt. Á næsta bæ fengu
svo húsmóðirin og sonur hennar veik-
ina allþunga. Meðan konan var sem
verst af hóstanum, ól hún barn, en
heilsaðist þó vel. Hvítvoðungurinn
slapp við kikhóstann.
Seyðisfj. Skráður i desember i
fyrsta sinn eftir mörg ár, og úr því
varð faraldur mjög greinilegur, en
vægur. Sennilega hefur veikin borizt
hingað þegar i september með barni,
sem komið var með frá Reykjavík
og sýndi sig síðar að hafa kikhósta.
Yngstu börnunum var gefið chloro-
mycetín, og gafst það mjög vel. Bólu-
setning ekki viðhöfð.
Búða. í júní kom stúlka heim úr
Laugaskóla með veikina. Var einangr-
uð. Veikin breiddist ekki út.
Vestmannaeyja. Kom ekki á skrá.
Lék grunur á, að nokkur tilfelli hefðu
horizt til bæjarins, að vísu ekki á
byrjunarstigi, en þau náðu ekki út-
breiðslu hér. Öll ungbörn, sem til
næst, eru bólusett gegn kikhósta, jafn-
óðum og þau komast á legg.
Eyrarbakka. Byrjaði í júni. Fjöldi
sjúkdómstilfella jókst mánaðarlega og
urðu flest i nóvember. Engin slæm til-
felli. Antibiotica, einkum chloromyce-
tín, virðast draga úr og stytta sjúk-
dómstímabilið.
Keflavíkur. Framan af árinu verð-
ur vart kikhósta og það reyndar fram
eftir árinu. En litil brögð voru að því.
Fór hann mjög hægt yfir og tilfellin
strjál. Verður manni að þakka það að
nokkru ónæmisaðgerðum, sem alltaf
öðru hverju eru framkvæmdar.
22. Hlaupabóla (varicellae).
Töflur II, III og IV, 22.
1919 1950 1951 1952 1953
Sjúkl. 435 875 1309 750 1061
Dánir „ „ „ „
Gekk eins og áður um mikinn hluta i
lands, oftast með hægum gangi, en á
stöku stað bráð yfirferð og fjöldi
sjúklinga, einkum í Ólafsfj.- og Húsa-
víkurhéruðum.
Hafnarfj. Fyrra hluta ársins gekk
hlaupabóla nokkuð. Mátti teljast væg-
ur kvilli.
Ólafsvíkur. Talsvert um hlaupabólu
fyrstu 3 mánuði ársins.
Flateyrar. Einkum á Suðureyri.
Sumum tilfellunum fylgdu slæm graft-
arkýli.
Árnes. Kom upp í barnaskólanum
og barst þaðan.
Hvammstanga. Nokkur væg tilfelli.
Blönduós. Kom alloft fyrir á fyrstu
mánuðum ársins í Höfðakaupstað.
Sauðárkróks. Stingur sér niður við
og við.
Ólafsfj. Einstök tilfelli frá maí til
nóvember, en i desember breiddist
veikin mjög ört út og varð að faraldri. *
Einstaka barn fékk mjög háan hita,
allt upp i 41°. Mörg tilfelli aftur afar
væg og ekki vitjað læknis.
h
ll