Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1953, Blaðsíða 89
87 —
1953
farsótta. í sjúklingum þessum bar mest
á höfuðverk, hita og uppköstum, en
batnaði venjulega fljótt. Virðist mér
hera mest á þessu í börnum, en annars
á öllum aldri, og munu fullorðnir síð-
ur hafa leitað læknis. Var erfitt að
rekja faraldur að þessu hér í bænum.
Að þvi er mér var sagt, voru faraldrar
að þessu í sveitinni, en fæsta af þeim
sjúklingum sá ég. Bóndi, er veiktist i
slíkum faraldri, en fór ógætilega með
sig, fékk svo slæman svima, að hann
varð að liggja lengi á eftir og er ekki
laus við svimann enn eftir marga
mánuði.
Neuritis infectiosa:
10 tilfelli skráð í Ólafsvik: í sept-
ember 8, í október 2. Eftir aldri og
kyni skiptust sjúklingarnir þannig:
1—5 ára: karl 1; 15—20 ára: konur
2; 20—30 ára: kona 1; 30—40 ára:
kona 1; 40—60 ára: karl 1, konur 4.
Eitt tilfellið (40—60 ára: kona) nefnt
herpetiformis.
Ólafsvikur. Á seinna hluta árs bar
talsvert á greinilegri neuritis infec-
tiosa, oft multiplex; finnst mér grun-
ur á, að þetta + myositis epidemica
og chorio-meningitis lymphatica eigi
011 heima i sama dilki: Encephalo-
nieningo-neuritis epidemica. Hver
veit? Öll manns sjúkdómsgreining á
bessum hlutum er sorglega makros-
kopisk. Kvillarnir ganga ljósum log-
Urn, en serotypiskar rannsóknir vant-
ar- Allt virðist mér benda á, að tala
farandkvilla sé legio, mikið (eða lik-
lega mest) viruskvillar, sem skilja
eftir sig ónæmi. Hef átt tal um þetta
við menn mér meiri, og falla skoðanir
saman.
ótitis epidemica:
Ólafsvíkur. 19 tilfelli.
bingeyrar. 8 tilfelli.
Árnes. 2 börn fengu otitis media
UPP úr inflúenzu, en batnaði fljótt.
Sauffárkróks. Allmörg tilfelli á smá-
börnum.
Grenivíkur. 5 tilfelli í sambandi við
hvefsótt.
VopnafJ. 11 tilfelli.
Nes. Jafnan algengur fylgikvilli með
kvefi, einkum í ungbörnum.
Keflavikur. Ástæða væri til að geta
þessa kvilla rækilega, jafnalgengur og
hann er, einkum í börnum. Eg hef
getið þess áður í ársskýrslu, að það
fæðist svo varla barn hér. að það fái
ekki miðeyrabólgu á fyrsta eða öðru
ári, og væri það rannsóknarefni fyrir
sérfræðingana (i sambandi við hina
tíðu eitlatöku úr hálsi og nefkoki
t. d.). Hvað sem um það er, þá er
þetta svo hvimleiður og algengur
kvilli, að umtalsvert er. Enda þessi
miðeyrabólguköst oft með því, að gera
verður paracenthesis á hljóðhimnu
oftar en einu sinni, og er það í alla
staði kvalafull og óþægileg aðgerð fyr-
ir börnin, ekki sízt þegar afleiðing-
arnar eru langvarandi útferð úr eyra,
eða skemmdir á heyrn, sem þó mun
fátiðara en ástæða væri til að ætla.
Pemphigus neonatorum:
Af þessum kvilla segir eflaust minna
en efni standa til. Að visu munu ekki
enn veruleg brögð af honum utan
Reykjavíkur og Hafnarfjarðar, en hætt
er við, að hann nái sér víðar niðri,
er meira fer i vöxt, að konur þyrpist
saman til fæðinga á sjúkraskýlum og
sjúkrahúsum.
Ólafsvikur. 1 tilfelli.
Þingeyrar. 1 tilfelli.
Psittacosis:
Nokkur brögð eru að því, einkum i
Vestur-Skaftafellssýslu, að menn uni
ekki sem bezt banni við fýlunga-
tekju. Eflaust er og bann þetta nokk-
uð brotið. Skorað hefur verið á heil-
brigðisstjórnina að létta banninu. Fyr-
ir tilmæli heilbrigðisstjórnar tók Til-
raunastöðin á Keldum sér fyrir hend-
ur að athuga mál þetta. Er þeirri at-
hugun ekki lokið, en skýrslu um
bráðabirgðaathuganir sínar lét Til-
raunastöðin heilbrigðisstjórninni i té
hinn 23. júní 1954. Aðalniðurstöðuruar
voru sem hér greinir: „Brýna nauð-
syn ber til að rannsaka betur út-
breiðslu psittacosis í fýl —- og e. t. v.
öðrum sjávarfuglum við ísland. Líkur
benda til, að sýking sé nýkomin i