Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1953, Blaðsíða 134
en greri sæmilega fljótt. Aðrir brennd-
ust ekki neitt að ráði.
Hofsós. Kona úr Reykjavík var á
berjamó, hrapaði í brattri brekku og
fékk fract. cruris. Bóndi var að slátra
kú, og lenti hnífurinn óvart á kaf í
læri hans; blæddi mjög ákaft. Öldruð
kona datt á húströppum og fékk lux.
humeroscapularis hægra megin. Verka-
maður í kolauppskipun fékk kolamola
í höfuðið og rotaðist, en náði sér þó
fljótt aftur.
Ólafsfj. 1 dauðaslys. Drengur féll af
vörubílspalli, lenti með höfuðið undir
afturhjóli bílsins, og mölbrotnaði höf-
uðkúpan. Fract. fibulae 2, costae 1,
colli femoris 1, cruris 1, tibiae 1,
claviculae 1. Corpora aliena digitor-
um 7, conjunctivae 3, corneae 1, oeso-
phagi 1, nasi 1, meati acustici 1. Vul-
nera incisa 24, dilacerata 7, puncta 4.
Contusiones 21. Distorsiones 7. Com-
bustiones 3. Abrasiones cutis 4. Lux.
humeri 3, þar af ein habitualis.
Dalvikur. Dauðaslys 5 á árinu, 2
menn drukknuðu, tvennt fórst í snjó-
flóði, og 1 barn kafnaði i vöggu sinni.
Grenivikur. Roskin kona ætlaði að
loka svefnherbergisglugga að nóttu,
rann til á gólfinu, marðist og tognaði
illa í mjaðmarlið. Kona reið á snúru-
stag, hentist af hestinum og rifbeins-
brotnaði. Kona datt niður stiga, togn-
aði í hálsi og baki, meiddist þó von-
um minna. Maður í vegavinnu meidd-
ist illa á hendi, er steinn féll á hana.
Maður, sem var að stöðva vindrellu,
er losnað hafði í miklu roki og
myrkri, með því að kasta bandi yfir
stél hennar, meiddist töluvert á hendi,
því að í sama mund mun vængur
hennar hafa brotnað og hann hrokkið
í handarbak hans. Fékk hann þar ca.
3(4 sm skurð á handarbaki og marð-
ist. Stúlka, er stóð aftan á traktor,
datt af honum og snerist illa um úln-
lið. Auk framantalinna slysa: Sár 2,
distorsio 9, aðskotahlutir í holdi 1,
auga 4, nefi 2, eyra 1, stungur 6,
skurðir 10, mör 4, tognanir og mör 2.
Fract. costae 2.
Breiðumýrar. Fract. costae 3, bra-
chii 1, nasi 2, femoris 1. Amputatio
traumatica digiti 1 (smiður); nem-
andi i húsmæðraskólanum að Laug-
um fékk syndroma cerebri post-
traumaticum eftir veltu i bíl. Lá fyrst
hér og síðar á Landakotsspítala, alls
á 4. mánuð, en mun hafa náð sér að
mestu. Sublux. radii 1. Corpus ali-
enum oculi 5, nasi 1 (barn).
Kópaskers. Kona datt á hálku og
fékk fract. radii typica. 3 ára drengur
fékk fract. antibrachii. Bóndi datt af
hestbaki, fékk commotio cerebri og
marðist illa á vinstri öxl. Kona fékk
commotio cerebri í bílslysi.
Þórshafnar. 4 ára drengur varð
undir bíl hér í Þórshöfn og dó sam-
stundis. Var hann að leik undir sild-
arplani, og um leið og bill ók aftur á
bak út á planið yfir gat, er á því var,
rak drengurinn höfuðið þar upp.
Norðmaður féll drukkinn milli skips
og bryggju hér og drukknaði. Um
miðjan desember var bóndi á rjúpna-
veiðum við Tröllabotna á Langanesi.
Ætlaði hann að hlaupa yfir bratta
snjófönn i fjallinu, en hún var það
hörð, að hann missti fótanna; rann
hann fram af fönninni og dálitla leið
niður brattar skriður. Lá hann þar
rænulitill einhverja stund, en fann
svo, að hann var litt fær um gang
vegna verkja í læri og síðu. Rakst þá
á hrossahóp rétt hjá og tókst að ná í
hest. Studdi hann sig svo við hestinn
alla leið að næsta bæ; var hann 8
tíma á leiðinni og þá alveg örmagna.
Reyndist hann rifbrotinn og marinn
á læri. Fract. malleoli 1 og auk þess
talsvert af skurðsárum og öðrum
minna háttar meiðslum.
Vopnafj. 2 hásetar af síldveiðibátum
leituðu læknis vegna meira háttar
slysa. Annar þeirra féll ofan í lest og
síðubrotnaði. Hinn lenti með hægri
hönd í skifu á dráttarspili, og lösk-
uðust 3 yztu fingur þannig, að hold
rifnaði frá beini á miðkjúku, og bak-
flatarbönd á fremstu kjúkum slitnuðu
frá beini, svo að liðirnir stóðu opnir.
Fract. costae 5, olecrani 1, radii 3,
ossis navicularis 1, ossis metatarsi &
metacarpi 3, phalangis digiti 2, lux.
digiti 1, contusio 20, distorsio 21, vul-
nus incisivum 15, vulnus contusum
39, vulnus punctum 11, corpus alie-
num corneae & conjunctivae 14, nasi
1, sub ungve & in subcute 5, ambustio