Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1953, Blaðsíða 107
105 —
1953
Þórsliafnar. MeS algengustu kvillum.
Dregin var 201 tönn úr 83 sjúklingum.
Vopnafj. Caries dentium 70.
SeyðisfJ. Minna ber á tannskemmd-
um, siðan tannlæknir kom á staðinn
og hægt er að gera við caries á byrj-
unarstigi. Á það sérstaklega við um
börnin.
Nes. Á árinu voru dregnar úr hér-
aðsbúum rösklega 400 tennur. Sjúkleg
hræðsla við tannútdrátt hrjáir ótrú-
lega marga, og kjósa ýmsir að kveljast
mánuðum saman af völdum tann-
skemmda fremur en leita læknis í
Því skyni, þótt þeim sé ljóst af eigin
reynslu eða annarra heimildum, að
tanndrættinum fylgir litill eða enginn
sársauki.
Búða. Tannskemmdir mjög út-
breiddar og virðast heldur aukast.
20. Catarrhus tubae auditivae.
Ólafsvíkur. 5 tilfelli.
Þingeyrar. 1 tilfelli.
21. Cephalalgia.
Ólafsvíkur. 25 tilfelli.
22. Cholecystitis s. cholecystopathia
& cholangitis.
Kleppjárnsreykja. Retentio fellis 1.
Ólafsvíkur. Cholecystopathia 1.
Þingeyrar. Cholecystitis 1.
Nes. Roskin kona, sem gerð var á
cholecystectomia fyrir mörgum árum,
fékk nokkur köst með háum hita og
óðrum einkennum cholangitidis. Pensi-
lín verkaði allvel. Konan hefur nú
verið rannsökuð í Reykjavík og kom-
ið i Ijós, að um þrengsli í ductus
choledochus er að ræða, og þykir ekki
með öllu grunlaust um, að neoplasma
geti verið að verki.
23. Colitis chronica.
Kleppjárnsreykja. 20 tilfelli.
Ólafsvíkur. 11 tilfelli.
Flateyjar. 60—70 ára karlmaður var
skorinn upp i Reykjavík og batnaði
vel.
24. Dysmenorrhoea.
Kleppjárnsreykja. Dolor ovulationis
1- Dysmenorrhoea 8.
25. Cholelithiasis.
Kleppjárnsreykja. 1 tilfelli.
26. Chorea hereditaria.
Kópaskers. 1 karlmaður. 2 bræður
og móðir hans höfðu haft þenna sjúk-
dóm.
Seyðisfj. Gamall maður gengur með
þenna sjúkdóm siðan á unga aldri, en
ber kross sinn vel og hefur til skamms
tíma séð fyrir sér sjálfur.
27. Claudicatio intermittens.
Kleppjárnsreykja. 1 tilfelli.
28. Conjunctivitis & blepharitis.
Iíleppjárnsreykja. Conjunctivitis 21.
Þingeyrar. Blepharitis 1. Conjunc-
tivitis 5.
Grenivíkur. Conjunctivitis nokkur
tilfelli.
Vopnafj. Conjunctivitis 39.
29. Contractura Dupuytreni.
Nes. 2 ný tilfelli fundust á árinu, og
hefur annar sjúklingurinn gengið und-
ir aðgerð í Reykjavik með góðum
árangri, að því er virðist.
30. Cystitis.
Ólafsvikur. 2 tilfelli.
Flateyrar. Alltaf öðru hverju tilfelli
hjá barnshafandi konum og stúlku-
börnum. Oft þrálát.
Grenivíkur. 6 tilfelli, allt konur.
Vopnafj. 4 tilfelli.
Nes. Álika algengur sjúkdómur og
árið áður.
Eyrarbakka. Allmörg tilfelli.
31. Deformitas pedum.
Kleppjárnsreykja. Pes varus 1, val-
gus 1, athleticus 1.
Ólafsvikur. Hallux valgus 1.
Vopnafj. Hallux valgus 1.
32. Diabetes.
Rvik. Samkvæmt dánarvottorðum
hafa 3 dáið úr sykursýki, allt konur,
74, 60 og 47 ára gamlar. 3 höfðu syk-
ursýki sem aukadánarmein, 69 ára
gömul kona og 2 karlmenn, 69 og 78
ára. Á skýrslum sjúkrahúsa er getið
14