Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1953, Blaðsíða 125
— 123 —
1953
börn (4, 2 og 1 árs) í umsjá kon-
unnar. Ibúð: 1 herbergi og að-
gangur að eldhúsi. Fjárhagsástæð-
ur lélegar.
Sjúkdómur : Tbc. pulmonum.
Félagslegar ástæður.
Erfiðar heimilisástæður.
14- Aldur ekki greindur, g. málara;
heimilisfang eklci greint. 7 fæð-
ingar, ekki greint, á hve mörgum
árum. Komin 20 vikur á leið. 5
börn (11, 10, 9, 5 og 3 ára) i um-
sjá konunnar. íbúð: 2 herbergi og
eldhús i lélegu timburhúsi. Fjár-
hagsástæður geta varla verið
aumari.
Sjúkdómur : Salpingitis chro-
nica. Anaemia. Neurasthenia.
Félagslegar ástæður:
Fátækt og umkomuleysi.
15. 42 ára g. bifvélavirkja, Reykjavík.
11 fæðingar og 1 fósturlát á 19
árum. Komin 6 vikur á leið. 9
börn (19, 18, 15, 14, 11, 8. 6, 4
og 2 ára) í umsjá konunnar. íbúð:
3 herbergi og eldliús; herbergin
litil, illa viðhaldið, köld. Fjár-
hagsástæður: 35—40 þúsund
króna árstekjur.
Sjúkdómur : Debilitas. Pro-
lapsus uteri.
Félagslegar ástæður:
Erfiðar heimilisástæður. Drykkju-
skaparóregla eiginmanns. Elzti
sonur byrjaður að drekka.
16. 33 ára g. sjúklingi, Reykjavík. 2
fæðingar á 3 árum. Komin 10 vik-
ur á leið. 2 börn (3 og' 2 ára) í
umsjá konunnar. íbúð: 1 herbergi
og eldhús. Fjárhagsástæður mjög
lélegar. Fjölskyldunni hjálpað af
skyldmennum.
S j ú k d ó m u r : Tbc. pulmonum
duplex.
Pélagslegar ástæður:
Erfiðar heimilisástæður. Heilsu-
leysi eiginmanns, sem einnig er
berldaveikur.
17. 37 ára fráskilin, atvinnustétt ekki
greind, Reykjavík. 2 fæðingar á
4 árum. Ekki greint, hve langt
komin á leið. íbúð: Húsnæðislaus.
Ejárhagsástæður: Eigna- og tekju-
laus.
Sjúkdómur : Depressio men-
tis constitutionalis. Alcoholismus
chronicus.
Félagslegar ástæður:
Umkomuleysi og fátækt. Maður
hennar, Bandarikjamaður, varð
geðveikur. Barnsfaðir hennar
tæpast geðheill, og hjónaband
þeirra á milli kemur ekki til
greina.
18. 28 ára (erlend) g. starfsmanni
flugfélags, Keflavík. 2 fæðingar á
2 árum. Komin 6 vikur á leið. 2
börn (2 og % árs) í umsjá kon-
unnar. íbúð: Hermannabraggi,
hólfaður i tvennt. Fjárhagsástæð-
ur: 36 þúsund króna árstekjur.
Sjúkdómur : Depressio men-
tis psychogenes. Neurosismus
constitutionalis.
Félagslegar ástæður:
Þröngur fjárhagur, léleg húsa-
kynni. Rík heimþrá.
19. 25 ára g. sjúklingi, Reykjavík. 2
fæðingar og 1 fóstureyðing á 6
árum. Komin 7—8 vikur á leið.
2 börn (6 og 2 ára) í umsjá kon-
unnar. íbúð góð: 2 herbergi og
eldhús. Fjárhagsástæður: Lifir á
örorkubótum.
Sjúkdómur: Enginn(l)1).
Félagslegar ástæður:
Eiginmaður lamaður öryrki eftir
heilablóðfall, sem er ættgengt í
hans ætt.
20. 40 ára g. sjómanni, Hafnarfirði.
9 fæðingar á 17 árum. Komin 6
vikur á leið. 9 börn (17, 16, 14,
11, 9, 7, 5, 3 og 1 árs) í umsjá
konunnar. íbúð: 3 lítil herbergi.
Fjárhagsástæður: 40 þúsund
króna árslaun.
Sjúkdómur : Morbi Base-
dowii sequelae.
Félagslegar ástæður:
Er að mestu leyti ein með allan
barnahópinn og 2 lasburða gamal-
menni í þröngum húsakynnum og
við lítil efni.
21. 30 ára g. trésmið, Reykjavík. 3
fæðingar á 4 árum. Komin 8 vik-
ur á leið. 3 börn (4, 3 og % árs)
1) Andstætt skilyrðum fóstureyðingarlaga.
Var samkvæmt ákvörðun dómsmálaráðuneytis
látið varða áminningu.