Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1953, Blaðsíða 92
1953
— 90 —
!
Djúpavogs, þar sem engin berklapróf prófin til 16552 manns. Skiptist sá
munu hafa verið framkvæmd). Taka hópur þannig eftir aldri og útkomu:
0—■ 7 ára: 686, þar af jákvæð 23 eða 3,4 %
7—14 — : 14109,-— 951 — 6,7 —
14—20 — : 1629,-— 268 — 16,5 —
Yfir 20 — : 128,-— 52 — 40,6 —
Skýrsla berklayfirlæknis 1953.
Árið 1953 voru framkvæmdar
berklarannsóknir (aðallega röntgen-
rannsóknir) í 20 læknishéruðum. Voru
alls rannsakaðir 26302 manns, á 6
heilsuverndarstöðvum 23260, aðallega
úr 7 læknishéruðum (berklarannsókn-
ir í Hafnarfirði eru enn framkvæmdar
af heilsuverndarstöðinni í Reykjavik),
en með ferðaröntgentækjum 3433
manns, aðallega úr 13 læknishéruðum
(391 maður var rannsakaður bæði á
heilsuverndarstöð og með ferðarönt-
gentækjum). Fjöldi rannsókna er hins
vegar langtum meiri, þar eð margir
koma oftar en einu sinni til rannsókn-
ar, einkum á stöðvarnar. Námu þær
alls 34924. Árangur heilsuverndar-
stöðva er greindur sérstaklega (sbr.
bls. 145—147). Af 1228, sem rannsak-
aðir voru með litlum ferðaröntgen-
tækjum í 12 læknishéruðum, voru 6,
eða 4,9%„, taldir hafa virka berkla. 2
þeirra, eða 1,6%0, voru áður óþekktir.
Þessum rannsóknum var yfirleitt
hagað eins og undanfarin ár og aðal-
lega rannsakaðir nemendur og starfs-
fólk héraðsskólanna, starfsfólk, sem
fæst við framleiðslu ýmiss konar mat-
væla, og fólk samkvæmt vali héraðs-
lækna. I Grafarnesi i Grundarfirði var
gerð heildarrannsókn, og voru 167
manns rannsakaðir. Mesta heildar-
rannsóknin var gerð á ísafirði. Hún
fór fram í júlímánuði og stóð i 8 daga.
Var þessi rannsókn gerð með fóto-
röntgentækjum. Berklapróf var gert á
öllum, er komið gátu til rannsóknar-
innar á aldrinum 1—30 ára. Þessi
rannsókn tók alls til 2205 manns. Af
þeim voru 2071 heimilisfastir i ísa-
fjarðarkaupstað, og voru það 98,8%
þeirra, er taldir voru geta komið til
rannsóknarinnar. 5, eða 2,3%c, hinna
rannsökuðu reyndust hafa virka
berklaveiki. Einn þeirra, eða 0,5%e,
var áður óþekktur. 20, eða 9,í%c, voru
auk þess taldir þurfa eftirlits með.
Aðeins 7 þeirra, eða 3,2%o, voru áður
óþekktir. Fólki, sem reyndist neikvætt
við berklaprófið, var gefinn kostur á
berklabólusetningu, en mjög fáir not-
færðu sér það.
Á heilsuverndarstöðinni í Reykjavik
voru 393 manns berklabólusettir. Cal-
mettebóluefni hefur verið sent út um
land samkvæmt ósk héraðslækna, en
aðeins fáir nota það, svo að nokkru
nemi. Samstarf hefur enn verið haft
um túberkúlínrannsóknir við berkla-
rannsóknardeild Alþjóðaheilbrigðis-
stofnunarinnar. Annaðist frú María
Pétursdóttir, hjúkrunarkona, þessar v
rannsóknir eins og áður. Þá hefur
fyrrnefnd stofnun ásamt berklavörn-
um ríkisins verið aðili að stofnun alls-
herjarspjaldskrárinnar hér með það
fyrir augum að notfæra sér liana við
frekari rannsóknir á gangi berkla-
veikinnar hér á landi. Greiddu þessir
aðilar sameiginlega til stofnunar
spjaldskrárinnar kr. 110 000,00 á ár-
inu 1952 og kr. 107 225,00 á árinu
1953.
Hafnarfj. Aðeins 1 sjúklingur ný-
skráður á árinu, eftir því sem ég veit
bezt (auðvitað að Vífilsstaðasjúkling-
um frátöldum); var það ung stúlka,
sem fór á Vifilsstaði. Kona, fjögurra
barna móðir, skrásett árið áður, lá
nokkra mánuði á spitalanum hér
undir eftirliti heilsuverndarstöðvar
Reykjavíkur og virðist hafa fengið
góðan bata. 3. sjúklingurinn með
spondylitis tuberculosa lá hér einnig
á spítalanum. Eins og að undanförnu
voru öll skólabörn í héraðinu berkla-
prófuð í haust og sömuleiðis nem-
*