Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1953, Blaðsíða 81
— 79
1953
Kirkjubæjar. Kom á nokkra bæi í
niaí 0g júní, en breiddist lítið út.
Vestmannaeyja. Kom upp í febrúar
og lauk yfirferðinni í maí. Bólusetn-
ing var gerð á um 20 skipshöfnum og
allmörgum öðrum vertíðarmönnum.
Arangur varð áberandi góður, og
slapp bólusetta fólkið alveg við veik-
ina; skáru hinar bólusettu skipshafnir
sig alveg úr, hvað þetta snerti. Þetta
er þriðja árið í röð, sem inflúenza
gengur yfir byggðarlagið. Veikin var
allþung, sérstaklega á aðkomnum ver-
tiðarmönnum, sem margir búa við
nijög slæman aðbúnað hér. Mörg
lungnabólgutilfelli fylgdu í kjölfar
veikinnar, en enginn er þó talinn dá-
inn af völdum hennar.
Byrarbakka. Kom hér í lok febrúar,
jokst mikið í marz, náði hámarki í
apríl og fjaraði út í maí. Kvilli þessi
kemur sér illa á þessum tíma, sem er
vetrarvertið, en sjómönnum mjög hætt
výð að taka veikina, sökum kulda, vos-
búðar og næturvöku. Nokkrir voru
bólusettir. Frekar fátt um fylgikvilla.
Keflavíkur. Kom upp á Keflavíkur-
iiugvelli i janúarmánuði, sennilega
ntanlands frá. Hermenn af Keflavíkur-
ilugvelli höfðu þá undanfarið iðkað
ynndæfingar í Sundhöllinni i Keflavik.
•il- janúar bannaði héraðslæknir kom-
ur hermanna og annarra af flugvell-
inum til Keflavíkur, svo og auðvitað
teðar sundæfingar. í mánaðarlok
höfðu verið 40—50 sjúkdómstilfelli á
^ugvellinum. Dró þetta samgöngubann
ao sjálfsögðu talsvert úr útbreiðslu
yeikinnar. Þó geisaði hún talsvert hér
* tebrúar—marz, en rénaði úr því.
Kom veikin sér allbagalega fyrir bát-
aaa> bví að á þeim sumum lágu heilar
skipshafnir samtimis. En þegar kom
tram í mai, fór veikin mjög rénandi,
°g úr þvi smádró úr henni. Veikin
var ekki mannskæð og eftirköst ekki
teljandi.
tl- Heilasótt (meningitis cerebro-
spinalis epidemica).
Töflur II, III og IV, 11.
Sjúkl.
hánir
1949
3
1
1950
3
1951
8
1952
7
»»
1953
5
5 tilfelli skráð í 3 héruðum (Rvik,
Hafnarfj. og Vestmannaeyja) og getið
um 1 óskráð tilfelli í hinu þriðja
(Keflavíkur). Sjaldnast er þess getið
um heilasóttartilfelli, að sjúkdóms-
greining hafi verið staðfest með smá-
sjárrannsókn, en ekki er ósennilegt, að
það hafi þó verið gert í þessum til-
fellum.
Hafnarfj. 1 tilfelli skrásett, 4 ára
drengur. Var allþungt haldinn og flutt-
m á Farsóttahúsið i Reykjavík. Batn-
aði við aureomycínmeðferð.
Vestmannaeyja. 2 tilfelli i ágúst.
Fyrst veiktist 12 ára telpa, og var hún
um tíma mjög þungt haldin; var flutt
á sjúkrahús. Skömmu seinna veiktist
svo hjúkrunarneminn, sem stundaði
telpuna, og lagðist veikin einnig mjög
þungt á hana, en báðum batnaði þó
að lokum án verulegra örkumla.
Keflavíkur. 12 ára telpa veiktist í
Ytri-Njarðvík af heilahimnubólgu
(ekki skráð í Keflavík) og var flutt
rænulaus inn á Landsspítala, en hafði
áður verið gefið pensilín i stórum
skömmtum. Var tvísýnt um líf hennar
í nokkra daga, en hún varð síðar, að
því er virtist, albata.
12. Mislingar (morbilli).
Töflur II, III og IV, 12.
1949 1950 1951 1952 1953
Sjúkl. 2 882 5737 1507 396
Dánir „ „10 1 1
Mislingafaraldur sá, er hófst á miðju
síðast liðnu ári og gekk aðallega um
norðaustanvert landið síðara hluta
ársins, teygði úr sér einkum um Eyja-
fjörð og Suður-Þingeyjarsýslu fram í
apríl þ. á. Varð þá tveggja mánaða
hlé, svo að ekkert tilfelli var skráð i
landinu, unz örfá tilfelli eru skráð í
Breiðumýrarhéraði i júlí og ágúst, og
lýkur faraldrinum með þvi á þessu
ári, að svo miklu leyti sem skráningu
má marka.
Sauðárkróks. Bárust á 1 heimili i
árslok 1952, og á þessu sama heimili
eru skráð 5 tilfelli i janúar þ. á., en
breiddist ekki meira út.