Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1953, Blaðsíða 205
>
1953
— 203 —
eiga við það a. m. k. fyrst í stað. Taldi
réttara, að hann skoðaði fingurinn á
næsta ári (árinu 1954), einhvern tíma
i febrúar eða þaðan af seinna.
Fingurinn er nú sæmilega gróinn,
en mjög kulvís og lítt eða ekki not-
hæfur. Koma sárar kvalir i hann, ef
nijög kalt er, og við áreynslu eða
Þreytu. Einnig er örið á honum mjög
aumt viðkomu, sérstaklega ofan til.
Likamlegt ástand er þó að öðru leyti
likt og fyrir slysið, nema hvað taug-
arnar virðast engan veginn komnar í
samt lag. Ég er enn þá mjög viðbrigða-
Rjarn, á stundum erfitt með að sofna
a kvöldin, sérstaklega ef ég er þreytt-
Ur. Ég virðist þola minni andlega á-
reynslu en áður og eiga erfitt með að
sitja lengi kyrr, t. d. í leikhúsi eða á
iundum."
í málinu liggur fyrir örorkumat,
dags. 25. apríl 1955, framkvæmt af
sérfræðingi í lyflækningum í
Reykjavík, svohljóðandi:
„Þ. (E.) S., fæddur 30. marz 1913,
W heimilis að ..., Reykjavik, slasað-
ist 27. febrúar 1953.
Slysið vildi þannig til, að slasaði
varð fyrir rafmagnsstraumi og missti
nær alveg meðvitund. Er tildrögum
slyssins nánar lýst i fylgiskj. nr. 3
(sjá endurrit úr sakadómsbók Rv.).
Vinstri vísifingur brenndist inn í bein
ú allstóru svæði, svarandi til efstu
kjúku innan til, og greri sárið mjög
seint.
Slasaði mætti til skoðunar 22. apríl
1955. Slasaði kvartar um slappleika
eftir slysið, auk áverkanna á vísi-
fingri.
Vinstri visifingur: Innantil og lófa-
inegin á efstu kjúku er mikið dregið
ur holdi og örvefur. Dálítil eymsli eru
ú þessum stað. Fingurinn réttist ekki
tii fulls i næstfremsta lið (i ca. 150°),
cn kreppist i lófa, með litlum krafti
PÓ. Dofatilfinning er ofantil í fingr-
inum.
Ekki telst líklegt, að um öllu meiri
uata verði að ræða, nema hvað slapp-
leikinn ætti að lagast smám saman.
Telst þvi timabært að meta varan-
Jega örorku slasaða af völdum nefnds
siyss, og telst hún hæfilega metin:
6 %.“
Málið er lagt fyrir læknaráð
á þá leíð,
að beiðst er umsagnar um, hver sé
varanleg örorka stefnanda, er telja
inegi sennilega afleiðingu af slysi þvi,
er hann varð fyrir 27. febrúar 1953.
Tillaga réttarmáladeildar um
Ályktun læknaráðs:
Læknaráð fellst á örorkumat ...,
sérfræðings í lyflækningum í Reykja-
vík, að varanleg örorka af völdum
slyssins sé metin 6%.
Greinargerð og ályktunartillaga rétt-
armáladeildar, dags. 18. október 1955,
staðfest af forseta og ritara 25. s. m.
sem álitsgerð og úrskurður lækna-
ráðs.
Málsúrslit eru enn óorðin.
9/1955.
Sakadómari í Reykjavík hefur með
bréfi, dags. 10. september 1955, sam-
kvæmt úrskurði, kveðnum upp á bæj-
arþingi Reykjavikur 14. s. m., leitað
umsagnar læknaráðs i barnsfaðernis-
málinu: X. gegn Y.
Málsatvik eru þessi:
Hinn 13. júni 1955 fæddi X., ...,
Reykjavík, f. 18. nóvember 1915, full-
burða meybarn á fæðingardeild Land-
spítalans i Reykjavík. Samkvæmt vott-
orði ..., Ijósmóður, var fæðingar-
þyngd barnsins 3500 g og lengd þess
51 cm.
Föður að barni þessu lýsti bún Y.,
..., Reykjavík, f. 16. janúar 1898, og
hefur hann viðurkennt að hafa haft
samfarir við hana á eðlilegum getn-
aðartíma barnsins. Samkvæmt blóð-
rannsókn, sem fram fór á blóði máls-
aðila og barns, var ekki unnt að úti-
loka kærðan frá faðerni barnsins.
Hann neitar hins vegar faðerninu á
þeim forsendum, að hann sé ófrjór.
Byggir hann þá staðhæfingu sína á
því, að hann hafi í 26 ár haft holdleg
mök við margar konur, bæði i hjóna-
lt