Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1953, Blaðsíða 100
1953
— 98 —
ist síðan að i Reykjavík hjá börnum
sínum og lézt þar um haustið. 72 ára
karlmaður skorinn við ca. oesophagi
í apríl. ViS sæmilega heilsu um ára-
mót. 70 ára bóndi, er var skorinn við
ca. ventriculi í nóvember 1949, fékk
icterus í sumar og hefur enn. Sjálf-
sagt um meinvarp í lifur að ræða.
Hvammstanga. 4 nýir sjúklingar.
Allir hafa þeir fengið viðeigandi með-
ferð, og, að því er virðist, bata. 1
þeirra alfluttur til Reykjavíkur. Af
þeim 3 krabbameinssjúklingum frá
fyrra ári, sem lifandi voru í byrjun
þessa árs, er einn á lífi við sæmilega
heilsu. 1 dó úr heilablæðingu, og ann-
ar, 16 ára stúlka, dó í Reykjavik. Hún
er ekki á skránni.
Blönduós. Óvenjulega lítið áberandi.
Gamall maður var skorinn við ca.
ventriculi á Landsspitalanum og er nú
einkennalaus. Kona kom með hnút í
brjósti, sem var mjög grunsamlegur,
enda þótt ekki væri að finna neitt í
axillareitlum, og var hún sett á mán-
aðarskrá. Ég tók af henni brjóstið og
hreinsaði axilla, en vefjarannsókn
leiddi í ljós, að ekki hefði verið um
illkynja æxli að ræða.
Sau&árkróks. Aðeins 1 nýr sjúkling-
ur á árinu, 64 ára gömul kona, með
cancerhnút á genitalia externa. Var
hnúturinn skorinn á Landsspítalanum
og síðan geislað. Á árinu dóu 3 sjúk-
lingar úr cancer: 72 ára kona úr ca.
oesophagi, 55 ára maður úr ca. ventri-
culi recidivans (hafði verið skorinn
vegna ca. árið 1950), og loks 46 ára
kona, sem hafði fengið ca. mammae
beggja megin (skorin 1948 og 1950);
hafði nú metastases i peritoneum (og
lifur?) með ascites.
Hofsós. 2 karlmenn, 58 og 79 ára,
dóu á árinu. Annar þeirra fyrst skráð-
ur 1952, var með ca. ventriculi, hinn
hafði ca. coli.
Grenivíkur. 1 tilfelli, ca. recti —
gömul kona, ekki treyst í uppskurð.
Breiðumýrar. 2 konur úr héraðinu
dóu úr krabbameini á árinu. Önnur
dó á sjúkrahúsi á Húsavík, hafði ca.
mammae, var langt leidd, þegar hún
loks lét sækja lækni, og dó eftir ca.
mánuð. Hin hafði illkynja æxli í kvið-
arholi, sem helzt var talið útgengið
frá peritoneum, en óvíst þó um upp-
runa þess. Hún var skorin á Akureyri
sumarið 1952 og var í röntgengeislum
á Landsspítalanum ári seinna, en dó,
er hún var nýlega komin þaðan. Hvor-
ugur þessara sjúklinga er á mánaðar-
skrá. 70 ára kona fékk verki og
skyntruflanir í vinstri fót í desember
1952. Var þetta likast neuritis og skán-
aði smátt og smátt við B-vítamíngjöf
og bakstra. Mátti heita horfið um
miðjan janúar 1953, en þá fékk konan
skyndilega algjöra lömun á báðum
neðri extremitates og upp á bol,
blöðrulömun, beltisverki, sem sagt öll
einkenni upp á laesio transversa me-
dullae. Henni var komið á Landsspít-
alann ca. viku siðar. Dr. Bjarni Odds-
son skar hana svo upp í april, og
reyndist hún hafa glioma intrame-
dullare. Einkenni hennar breyttust
aldrei neitt. Snemma i júlí kom hún
norður. Var þá komin með ca. lófa-
stóra necrosis yfir os sacrum, alveg
inn á bein. Fór á spítala á Húsavik og
dó þar í byrjun nóvember.
Kópaskers. 2 sjúklingar, sem báðir
fengu geislameðferð og annar jafn-
framt skurðaðgerð i Reykjavík árið
1952, að því er virðist með góðum
árangri.
Þórshafnar. Nýr sjúklingur i des-
cmber með ca. colli uteri incipiens.
Var og þunguð. Send til Reykjavíkur
eftir áramótin til lækninga.
Vopnafj. Enginn krabbameinssjúk-
lingur skrásettur á árinu. Karlmaður,
skrásettur 1952 með ca. pulmonis,
andaðist á heimili sínu.
Seyðisfj. 70 ára karlmaður, sem
lengi hafði gengið með þrálátt hrúður
á kinn, var sendur til Reykjavíkur til
rannsóknar. Histologisk sjúkdóms-
greining var carcinoma basocellulare.
Geislalækning var viðhöfð. Sjúkling-
urinn virðist nú albata.
Nes. 88 ára karlmaður með ca. coli
dó á árinu. 37 ára gömul kona, sem
skorin hafði verið fyrir ca. 2 árum
vegna ca. mammae, hefur enn ekki
fengið greinileg merki um recidiv.
Grunur um ca. coli í 77 ára karl-
manni, sem lézt á árinu. Dánarorsök
skráð pneumonia catarrhalis, sem af-
leiðing af degeneratio myocardii.