Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1953, Blaðsíða 132
1953
— 130 —
bílnum voru, slösuðust meira og
minna. Drengur hljóp á bíl á götu í
Hafnarfirði og skrámaðist nokkuð. Bíll
losnaði úr hemlum, rann á barn, sem
fótbrotnaði (opið brot). 2 menn slös-
uöust við bryggjusmíði, er krani bil-
aði. Annar þeirra fékk brot á hryggj-
arlið, en hinn upphandleggsbrot og
brot á efra kjálka. Hinn síðar nefndi
féll í sjóinn, en náðist fljótt, þvi að
björgunarbátur hékk á bryggjunni. Bíll
fór út af Vatnsleysustrandarvegi og
valt; 2 farþeganna slösuðust nokkuð
(skurðsár). Kona varð fyrir setuliðs-
bíl á veginum til Reykjavíkur við
Hraunsliolt og beiö bana samstundis.
Vélskipið Edda frá Hafnarfirði fórst
í ofviðri 16. nóvember á Grundarfirði.
Drukknuðu 6 menn, 3 létust af kulda
og vosbúð i nótabátnum, en hann
hraktist í 7 klukkustundir, áður en
hann rak til lands. Skipstjórinn taldi
sig hafa sloppið með lífið úr þeim
hrakningum vegna þess, að hann var
í þvkkum ullarnærfötum, og kann svo
að hafa verið um fleiri af þeim, sem
af komust. Þetta er ekki í fyrsta sinn,
sem föt úr íslenzkri ull bjarga lífi ís-
lendinga í hrakningum. Ullin á betur
við í okkar loftslagi en nælon og hía-
lín. 30. desember varð það slys á
Vatnsleysuströnd, að rúmlega tvítug
stúlka og 12 ára gamall systursonur
hennar drukknuðu, er þau voru að
reka kindur úr skeri í stórbrimi. Reið
ólag yfir þau, en þau ætluðu að
hlaupa eftir granda, sem liggur úr
skerinu til lands. Ég get þessa hér af
þvi, að ég var kallaður á slysstaðinn
(Keflavíkurhérað). Auk þessara stór-
slysa hafa orðið mörg smáslys, er
drukknir menn og fleiri hafa fallið og
hlotið við það skurði og skrámur.
Kleppjárnsrei/kja. Vulnera 42, cor-
pus alienum 26, contusio 28, commo-
tio cerebri 4, distorsio 14, combustio
9, perforatio oculi 1, congelatio 1,
fracturae 11, luxationes 2.
Ólafsvíkur. Corpus alienum oculi
18. Abrasiones cutis 4, distorsiones
27, contusiones 23, luxationes 3, fract.
simplex 3, complicata 2, ambustio 9,
solaris 6, vulnera ýmiss konar 31,
ablatio ungvis traumatica 1, com-
pressio pelvis 1, immersio 1. Við
hafnargerð í Rifi datt steinn af bil og
lenti á stóru tá manns nokkurs. Opið
beinbot. Þumalfingur hægri handar á
færeyskum sjómanni varð undir vir.
Opið beinbrot og luxatio. Umbinding
til bráðabirgða. Sjúkrahúsvist. 77 ára
gömul kona í sveit dettur við bæjar-
dyr og fer úr liði á vinstri öxl. Fix-
erað með sandpokum. Allar tilraunir
mínar til að fá sjúklinginn til að leita
sjúkrahúsvistar strönduðu á skiln-
ingsleysi sjúklingsins og ef til vill
aðstandenda. Afleiðing óhagkvæm
stelling. 24 ára formaður var að taka
stampa upp úr lest, varð með hægri
úlnlið fyrir stamp, sem datt af bil.
Lux. carpi completa. Repositio í svæf-
ingu. Stelling á eftir eðlileg.
fíiíðardals. 9 ára drengur féll í
sundlaugina að Sælingsdalslaug. Náð-
ist fljótt, en lífgunartilraunir báru
ekki árangur. 43 ára maður fannst
drukknaður í fossi í Laxá, nálægt
bænum Svalhöfða i Laxárdal, en þar
hafði hann verið vinnumaður. Ekki
ólíklegt, að um suicidium hafi verið
að ræða. 26 ára stúlka lenti í bílslysi
og skaddaðist á höfði. Fract. Potti 1,
costarum 2, tuberculi humeri 1, capi-
tuli radii 1, sublux. capituli radii
2. Lux. ossis lunati 1, phalangis 1,
digiti pedis 1. Contusio metatarsi 1.
Corpus alienum oculi 4, plantaris 1.
Distorsiones 3.
Reykhóla. Fá slys og smávægileg.
Flateyjar. Drengur brenndist í and-
liti af benzíni. Annar drengur drukkn-
aði í smátjörn.
Þinyeyrar. Contusiones diversis
locis 10, corpora aliena diversis locis
17, distorsiones diversis locis 15.
Fract. antibrachii 1, claviculae 2, cos-
tarum 3, fibulae 1, tibiae 2, radii 3.
Vulnera lacerata incisiva contunda et
punctata diversis locis 33.
Flateyrar. Commotio 3, distorsiones
4, vulnera incisiva 30, puncta 15,
combustiones 11, fract. digiti manus
3, claviculae 1, costarum 4. Öll fengu
meðferð hér heima og heilsaðist vel.
Togari kom hér með mann, er hleri
hafði lent á, rifið og tætt kálfann og
legginn að framan. Bæði tibia et fi-
bula skábrotnar. Sárin saumuð og
sett á gips. Sendur samdægurs til