Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1953, Blaðsíða 204
1953
202
Málið er lagt fyrir læknaráð
á þá leið,
að beiðzt er svars við eftirfarandi
spurningum:
1. Fellst læknaráð á álitsgerð borgar-
læknis um það, hvenær barn sókn-
araðila geti verið getið?
2. Telur ráðið útilokað, að varnar-
aðili hafi verið fær um að frjóvga
konu á hinum hugsanlega getnað-
artíma barns sóknaraðila?
Við meðferð málsins i réttarmála-
deild vék prófessor Niels Dungal sæti
i deildinni, en i hans stað kom dr.
med. Júlíus Sigurjónsson, prófessor.
Dráttur sá, sem orðið hefur á af-
greiðslu máls þessa, stafar af óvenju-
legum önnum réttarmáladeildarmanna,
aðallega prófönnum, svo og utanferð-
um þeirra á víxl.
Tillaga réttarmáladeildar um
Áiyktun læknaráðs:
Ad 1: Já, i aðalatriðum, er hér virð-
ast skipta máli.
Ad 2: Nei.
Greinargerð og ályktunartillaga rétt-
armáladeiidar, dags. 4. júlí 1955, stað-
fest af forseta og ritara 9. s. m. sem
álitsgerð og úrskurður læknaráðs.
Málsárslit: Með dómi bæjarþings Reykja-
víkur, uppkveðnum 14. september 1955, var
varnaraðili, Y., dæmdur faðir barns þess, er
i framanrituðum úrskurði greinir, og honum
gert að greiða með því samkvæmt yfirvalds-
úrskurði meðlag frá fæðingu til fullnaðs 16
ára aldurs þess, fæðingarstyrk til sóknaraðila
og tryggingargjald hennar fyrir árið 1954.
Varnaraðila var gert að greiða sóknaraðila
kr. 1200.00 í málskostnað, þar af skyldu kr.
1050.00 renna i ríkissjóð, og töldust þar með
kr. 600.00 í málflutningslaun skipaðs tals-
manns sóknaraðila.
8/1955.
Borgardómari í Reykjavík hefur
með bréfi, dags. 4. október 1955, sam-
kvæmt úrskurði lcveðnum upp á bæj-
arþingi Reykjavíkur s. d., leitað um-
sagnar læknaráðs í málinu nr.
1151/1955: Þ. E. S. gegn H. P. h.f.
Málsatvik eru þessi:
Hinn 27. febrúar 1953 var Þ. E. S.,
arkitekt, ..., Reykjavík, að aðstoða
Á. B., verkfræðing i Reykjavík, við
myndatöku á teiknistofu skipulags-
deildar Reykjavikurbæjar. Er Þ. E.
var að slökkva á lömpum, sem not-
aðir voru við myndatökuna, fékk
hann í sig rafstraum með þeim af-
leiðingum, að hann féll i ómegin og
hlaut brunasár á visifingur vinstri
handar.
Umræddir lampar voru skoðaðir af
rafmagnseftirliti rikisins, sem segir í
bréfi, dags. 29. maí 1954, að athugun
liafi leitt i ljós, að „tengingu aðtauga
við báða lampana var ábótavant þann-
ig, að málmurinn í annarri aðtauginni
á hvorum lampa snerti málmumgerð
lampans, og mun þetta hafa orðið þess
valdandi, að maður, sem hélt á lömp-
unum sínum í hvorri hendi, fékk raf-
straum i gegnum sig, þegar lamparnir
voru tengdir við raflögn hússins“.
Meiðslum slasaða er lýst í læknis-
vottorði ..., sérfræðings í lyflækn-
ingum í Reykjavík, dags. 29. október
1954, en það er svohljóðandi:
„Það vottast hér með, að ég var
kallaður þann 27. febrúar 1953 á skrif-
stofu skipulagsdeildar bæjarverkfræð-
ings, Ingólfsstræti 5, til Þ. (E.) S., sem
lá þar á gólfinu næstum meðvitund-
arlaus eftir raflost. Hann var mjög
máttfarinn og var mjög lengi að ná
sér eftir slysið. Vinstri vísifingur
brenndist inn i bein á nokkuð stóru
svæði. Sárið greri mjög hægt á mörg-
nm mánuðum án þess að holdfyllast.
Fingurinn er því nokkuð bæklaður og
tilfinningarlaus öðrum megin.“
í skýrslu slasaða sjálfs, dags. 27.
marz 1954, segir meðal annars:
„Brunasárið greri seint og illa, en
vísifingur vinstri handar er bæklaður
og nokkuð visinn og tilfinningarlaus
öðrum megin.
Samkvæmt tilvisun ..., læknis
(fyrrnefnds sérfræðings í lyflækning-
um), fór ég til dr. med. Snorra Hall-
grímssonar og bað hann að athuga,
hvort tiltækilegt væri að holdfylla
fingurinn, en hann kvað ekki rétt að