Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1953, Blaðsíða 197
— 195 —
1953
Ekki sjást nein focal eSa paroxys-
roal einkenni, og ekki er heldur um
að ræða neina verulega áberandi
assymmetri.
Við sæmilega hyperventilation verða
aðurnefndar theta bylgjur meira á-
berandi og með stærri amplitúdu.
Niðurstaða: Létt cerebral dysrytmi,
^reytilegur alfa rytmi og óeðlilega
milcið af theta bylgjum.“
M. ö. o. heilaritinu svipar til þess,
sem er hjá stálpuðum börnum, þ. e.
bendir til ekki fullþroskaðrar heila-
starfsemi. Heilaritið svnir því svipað-
ar niðurstöður og „klinisku“ rann-
sóknirnar.
Álit mitt á R. H. er þetta:
Hann er vitgrannur, en þó ekki fá-
Vlti. Hann er hvorki geðveill né geð-
veikur.
Hann hefur verið verulega undir á-
fengisáhrifum, er hann framdi afbrot-
ið. Ég tel ekki líklegt, að hann sé svo
núnnislaus um atburðina um nóttina
9-—10. október, sem hann vil vera
láta.
Það er um að ræða 20 ára gamlan
egiftan verkamann, máske af nokkuð
brengluðu bergi brotinn, en sem elzt
nPP fyrstu 10—12 árin við þröng kjör,
aðallega með móður og fjórum eldri
bræðrum. Af þeim var sérstaklega sá
næsti á undan honum i röðinni stór-
iega vandræðadrengur, og með hon-
nm var R. mikið á þessum fyrstu ár-
nm, 0g alltaf nokkuð. Hann vanrækti
skólann og fær slæmt orð þaðan. Eftir
termingu hefur hann oftast haft vinnu,
en þó verið talsvert los á honum, og
bann hefur nokkrum sinnum gerzt
nrotlegur við umgengnisvenjur og
Jandslög. Svo að segja alltaf hefur
hann þá verið með öðrum um brotin
°S ekki verið aðalmaðurinn, en borið
s,nn hlut úr býtum.
Hann byrjaði 16 ára að drekka. Hef-
u.r alltaf haift drykkfelldan aðalfélaga,
einnig margbrotlegan við lög og regl-
Siðasta árið hefur hann (haft) rif-
andi atvinnu og verið aðalfyrirvinna
móðnr sinnar, og hefur heimilið rétt
•nikið við seinustu árin.
Siðastliðið hálft ár hefur hann
nrukkið meira en áður og fengið
nokkrar ölvunarsektir. Hann hefur
einnig gerzt sekur um þjófnað og
fenaið 5 mánaða biðdóm.
9. október 1953 fer hann á skemmt-
un með öðrum pilti, neytir mikils
víns, sækir byssu heim til sín og skýt-
ur viljandi eða óviljandi á bilstjóra,
sem er að aka þeim um bæinn, er
hann hélt, að bílstjórinn ætlaði með
þá á lögreglustöðina. Skýtur síðan i
fáti á mannsöfnuð, en hitti engan.
í réttarhöldunum man hann ýmist
ekki eða ónákvæmt, hvað gerzt hefur.
En óminni þetta ber verulegan blæ af
uppgerð eða „leti“, þvi, að nenna ekki
að reyna að rifja upp með sér.
Öll „vitpróf“ benda ekki til meira
en ca. 12 ára aldurs, eða gáfnafar með
kvóta 0.8, svo hann verður að teljast
vitgrannur, þó ekki svo, að um fávita-
hátt sé að ræða.
Áfengi verkar auðvitað oft meir og
öðruvísi á vitgranna en hina betur
gefnu: Þær litlu hömlur, sem þeir
hafa, bresta enn auðveldar undan á-
fenginu en hjá hinum. Þeir vitgrönnu
eru talhlýðnari en hinir og því hætt-
ara við að renna á hálu svelli lífsins,
ef við þeim er stjakað af öðrum. Þessi
piltur hefur mikið verið undir áhrif-
um sér ekki betri drengja og það ein-
mitt á þýðingarmestu uppvaxtarárun-
um, þegar skapgerðin helzt mótast.
Vitgrannir eru oft „útsmognir“ og
harðvítugir i að neita eða þykjast t. d.
ekki muna.
Ég fæ ekki séð, að um geðveilu sé
að ræða.
Maðurinn er að mínu áliti sakhæf-
ur. En við úttekningu refsingar virð-
ist nauðsynlegt að gæta þess, að hann
ekki lendi með sér verulega „verri“
mönnum, sem reynslan hefur sýnt, að
hafa ill áhrif á hann, eins og við er
að búast um vitgranna.“
Við meðferð málsins i réttarmála-
deild vék dr. med. Helgi Tómasson
sæti, en í stað hans kom Valtýr Al-
bertsson, formaður Læknafélags ís-
lands.
Málið er lagt fyrir læknaráð
á þá leið,
að beiðzt er álits á álitsgerð dr. med.
Helga Tómassonar, yfirlæknis, dags.