Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1953, Blaðsíða 178
1953
176 —
um, sem líktust pneumokokkum,
en voru ekki haemolytiskir og
mynduSu ekkert litarefni á blóð-
agar. Þeir drápu mýs, ef 0,2 cc
var dælt intraperitonealt. Enginn
sjúkdómur fannst við krufningu,
annar en garnabólga. í garnainni-
haldi var mikið af kokkum, sem
nánast verður að telja til strepto-
kokka, en eru mjög óvenjuleg teg-
und þeirra. Telja verður senni-
legast, að þessir sýklar hafi vald-
ið garnabólgunni og fyrir eitur-
áhrif sín dauða barnsins.
24. 5. júní. G. Þ-son, 41 árs. Dó
skyndilega, án þess að vitað væri
um orsök. Við krufningu fannst
útsæði frá seminoma í vinstra
eista, sem tekið hafði verið. Út-
sæðið var aðallega i brjóstholi i
kringum hjarta og stóru æðarnar,
enn fremur i báðum nýrnahett-
um, þar sem stór æxli höfðu
myndazt. Dánarorsök var mikil
blæðing úr sári í skeifugörn, rétt
fyrir neðan maga, þar sem slagæð
hafði opnazt og blóð fossað inn.
25. 8. júní. Ó. S-son, 67 ára. Veiktist
29. maí af svæsinni hálsbólgu,
sem hvorki pensilín né aureo-
mycin réð við. Við krufningu
fannst bólga i afturhlutum beggja
lungna, og pneumokokkar fundust
í bólgunni. Ekkert sást i koki. í
vélinda og maga fundust miklar
skánir af mjólkursvepp (oidium
albicans), og er kunnugt, að hon-
um hættir stundum til að magn-
ast mjög eftir aureomycíngjöf. í
maga fundust fjöldamörg yfir-
borðssár, sem mikið hafði blætt
úr, og er sennilegt, að mjólkur-
sveppurinn hafi átt sinn þátt i
mvndun þeirra. Banamein hefur
verið lungnabólga og magablæð-
ing i sameiningu.
26. 9. júní. K. R. K-son, 3 ára. Varð
fyrir bil, er hann var að koma út
úr strætisvagni, og dó sólarhring
seinna. Við krufningu fannst mik-
ið mar á heila með mörgum smá-
blæðingum inni i heilanum. F.nn
fremur fannst brot á hægra upp-
handlegg. Tvö rif voru brotin
hægra megin og brot á hægra
mjaðmarlið. Banamein hefur ver-
ið hið mikla mar, sem barnið
hefur fengið á heila, sýnilega af
mjög miklum heilahristingi.
27. 27. júní. B. J-son, 31 árs. Fannst
hengdur uppi á lofti. Hafði lengi
þjáðst af skeifugarnarsári og ör-
vænti um að fá bót á því. Hafði
borið á þunglyndi í honum um
nokkurt skeið af þessum sökum.
Kvöldið áður en hann hengdi sig,
drakk hann upp úr ákavítisflösku
með öðrum manni. Við líkskoðun
og krufningu fannst greinileg
hengingarrák efst á hálsi, og virð-
ist auðsætt, að maðurinn hefur
hengt sig sjálfur. Enn fremur
fannst við krufninguna 2 kr. stórt
sár í skeifugörninni.
28. 7. júlí. A. M., 39 ára karlm. Sat
í aftursæti i bil, er ók á töluverð-
um hraða á annan bíl, sem kom
akandi á móti, einnig á töluverð-
um hraða. Mun maðurinn hafa
rekið höfuðið aftan á framsætið.
Blóð fossaði úr andliti hans, og
eftir nokkrar mínútur var hann
látinn. Við krufningu reyndist
höfuðkúpa mjög brotin, og gjögtu
sum brotin laus. Heili var mjög
marinn neðan á vinstra lobus
frontalis og eins allur framhluti
af lobus temporalis. Vinstra cor-
pus striatum var þéttsett blæðing-
um, sem voru beint áframhald af
marinu neðan á heila. Pars orbi-
talis ossis frontalis var mölbrot-
in, og skagaði vinstra auga þar
inn í hauskúpuna. Þessi miklu
meiðsli hafa fljótlega leitt til bana.
29. 15. júlí. P. W. B., 46 ára karlm.
Fannst látinn á legubeklc heima
hjá sér, án þess að hann hefði
verið áberandi veikur. Við krufn-
ingu fannst blæðing i báðum cor-
pora striata, inn i báða ventri-
culi, og auk þess hafði blætt í
kringum og þrýst á heiladingul-
inn. Hjarta var til muna stækkað,
og benti stækkunin til þess, að
hinn látni hefði haft hækkaðan
blóðþrýsting, sem mun hafa átt
sinn þátt i heilablæðingunni.
30. 10. ágúst. G. P., 21 árs kona.
Fannst látin í rúmi sínu. Hafði
I