Studia Islandica - 01.06.1970, Blaðsíða 21
19
... í heimaskóla11.1 Segir Einar, að íslenzkir menn hafi orðið
að grípa til bess úrræðis að rita á erlendu máli m. a. vegna
þess, að dómgreind Islendinga viðurkenni ekki svo „óhæfar
ritsmíðar“.2 Þó hafi menn hér heima þolað og jafnvel lofað
þær af ótta við að spilla fjnir frægð Islands í útlöndum.
Einari er svo mikið niðri fyrir, að undrun sætir, að hann
skuli hafa getað látið kyrrt liggja svo lengi. Hann gengur
jafnvel lengra í ásökunum sínum en Holger Wiehe hafði
gert, og þótt hann nefni að vísu ekki sjálft orðið föðurlands-
svikari, má lesa það á milli þessara lína:
Það var um það leyti, sem blikur voru farnar að sjást af
frekari sjálfstæðiskröfum Islands gagnvart Danmörku,
er nokkrir Islendingar tóku að reyna fyrir sjer, hvem-
ig þeim kynni að takast að komast á danskan bóka-
markað. Þetta var algerlega nýtt fyrir Dani, og fyrstu
spor þessa fámenna rithöfundahóps lágu yfir mddan
veg, þar sem engar kröfur vom gerðar til skáldskapar
nje listar, heldur aðeins litið á hitt, að „nú voru Islend-
ingar farnir að skrifa á dönsku11.3
Tíu blaðsíðum aftar er hann kominn í mótsögn við þetta,
því að þar lætur hann í ljós þá skoðun, að útlendir ritdómar
hafi „svo að segja eingöngu gmndvallast á velvild og virð-
ing heimsins fyrir þjóðemi vom og tungu“.4
Ritstjóri Skímis þetta ár var Ámi Pálsson, og gegnir furðu,
að slík árásargrein skuli vera tekin í Skími athugasemda-
laust og án þess, að þeim, sem árásinni var aðallega beint að,
væri gefinn kostur á að svara samstundis fyrir sig á sama
vettvangi. Varla er sú skýring nægjanleg, sem Gunnar
Gunnarsson lætur liggja að, að Árni hafði verið kvæntur
systur Einars.5 Líklegra er, að Ámi hafi einfaldlega ekki
kunnað við, að Skímir færi að setja sig upp á móti sjálfu
1 Skírnir 1922, 125.
2 S.st., 124.
3 S. st., 119.
4 S.st., 129.
5 Sbr. Morgunblaðið 17. 2. 1923.