Studia Islandica - 01.06.1970, Page 22
20
þjóðskáldinu, hvað þá að neita því um birtingu á grein. En
þremur árum áður hafði Árni Pálsson skrifað af mikilli
samúð um íslenzku rithöfundana í Kaupmannahöfn í minn-
ingargrein um Jóhann Sigurjónsson. Þar segir m. a.:
Nú munu flestir játa, að betur hafi verið farið en
heima setið. Nú munu flestir sammála um, að Islandi
hefði ekki verið neinn gróði að því, þótt hann hefði
urðað hæfileika sína hér heima ... Hitt er auðvitað
öllum góðum Islendingum hið mesta áhyggjuefni, ef
áframhald á að verða á þessu, að ungir islenskir hæfi-
leikamenn neyðist til þess að leita til annara þjóða, til
þess að eitthvað geti orðið úr þeim .. . Nú eru íslenskir
rithöfundar lagðir á flótta út úr sínum eigin bókment-
um, og er það eitt víst, að sá flótti verður ekki stöðv-
aður með þjóðræknisprédikunum eða skömmum. Það
var ekki viturlegt að ámæla Kára fyrir það, að hann
hljóp úr brennunni, í staðinn fyrir að láta svæla sig
inni.1
Gunnar gat vitaskuld ekki tekið ádrepu Einars með þegj-
andi þögninni, og í Morgunblaðinu 17. 2. 1923 birtist frá
honum „Opið brjef til forseta og fulltrúaráðs hins íslenska
bókmentafjelags“, dagsett í Danmörku í desember 1922. Fer
Gunnar þar mjög óvægnum orðum um þá Einar Benedikts-
son og Árna Pálsson og krefst þess, að stjóm Bókmenntafé-
lagsins ómerki ummæli Einars. Skal hér tekin upp niðurlags-
málsgrein bréfsins, þótt nokkuð stórorð sé, vegna þess hve
stíllinn er skemmtilega stuðlaður, rammur og samanrekinn,
og sýnir hann þó alltént, að Gunnar kunni öldungis að koma
fyrir sig orði á íslenzku:
Fari nú þó svo, að tröll ráði tafli, og að stjórn Bókmenta-
f jelagsins, hvort heldur með þögn eða þulu, leggi bless-
un sína á þessa mikillátu mága, sem virðast unnast til
ærsla, og það jafnvel að tengdunum týndum, þá nenni
jeg ekki lengur að fylla þann fjelagsskap.
1 Eimreiðin 1920, 7.