Studia Islandica - 01.06.1970, Page 37
35
Hin greinin, Málfræði og stíll, er skrifuð í tilefni af mál-
fræði íslenzkrar tungu eftir Finn Jónsson og birtist í Isafold
14. ágúst 1909. Vegur Kamban mjög að málhreinsunarstefn-
unni og íslenzkri bókmenntagagnrýni, sem hann segir fólgna
í upptalningu á orðum, sem ritdómarar telji vonda íslenzku,
en góðan stíl telur hann minnst kominn undir málfræði-
þekkingu.
Málhreinsunar-stefnan íslenzka sækir ekki í hættu-
laust horf fyrir góðan stíl. Það er ekki að eins hún am-
ist við hverju orði, sem hefir suðrænan litarhátt, hvað
vel sem það lýsir tiltekinni hugsun um fram önnur orð.
Hún þokar markmiði stílsins aftur í aldir . . .
Það verður ekki mikið úr Snorrastílnum í lífinu ...
Við getum leildð okkur að því við skrifborðið, að reyna
að líkja eftir snildarlegmn sögustilnum. En sú eftir-
líking, hún er ekki málið sem við tölum, þegar við er-
um sannastir. Höfundurinn mimdi að eins rita það
mál. Það er ekki málið, sem hann talar við unnustu
sína, eða huggar á sorgmædda móður sína, eða kallar
á hjálp á í lífshættu.
En beztu rithöfundamir eru þeir, sem skrifa svo,
að við heyrum þá tala. Móðurmál ástríðnanna er bezti
stíllinn.
Kamban er þessari stílstefnu trúr í verkum sínnm. Hann
gerir sér far um að skrifa talmál, en skýtur oft yfir markið,
og árangurinn er sá, að stíll hans verður oft næsta hirðu-
leysislegur, eins og nánar verður vikið að í sambandi við
einstök verk.
Menningarlíf stóð í þó nokkrum blóma í Ileykjavík á þess-
um árum. Fyrirlestra- og upplestrakvöld voru tíð og vel sótt.
Leiklist tók örum framförmn. Leikfélag Reykjavíkur var enn
í bemsku, en miðað við fjárskort og fámenni Reykjavíkur
var starfsemi þess mikil. Þá sex vetur, sem Guðmundur
Kamban var í Reykjavík, sýndi Leikfélagið rúmlega 30 leik-
rit, flest af léttara taginu, en einnig nokkur merk erlend verk
t. a.m. eftir Ibsen, Bjömson, Molíére, Dumas og Holberg.
Aðeins f jögur íslenzk leikrit vora sýnd á þessu tímabili, Ný-