Studia Islandica - 01.06.1970, Page 41
39
gljúfrið í leit að perlubandi, sem hún þykist hafa misst nið-
ur í það. Skyndilega spyrnir hún fótum í bergið, og hvað
eftir annað reynir hún af öllu afli að kippa Ingólfi fram af
bjargbrúninni. Þau togast á upp á líf og dauða. Ingólfur
hefur betur og er í þann veginn að ná Höddu Pöddu upp á
brúnina, þegar hún bregður hnífi á loft, sker á vaðinn og
hrapar í gljúfrið.
I heild má bygging verksins teljast góð. Persónur eru
kynntar strax í fyrsta þætti, stígandi er jöfn og samsetning
atburða yfirleitt eðlileg. Þó ber viða á þeim viðvaningsbrag,
að höfundur virðist hafa verið í vandræðum með að koma
ýmissi vitneskju að, oftast rnn liðna atburði, sem mynda bak-
grunninn. Má þar t. a. m. benda á langt samtal Höddu
Pöddu og Ingólfs í fyrsta þætti; en þar eru þau látin segja
hvort öðru frá atburðum, sem báðum eru kunnugir. Sem
dæmi mætti taka þetta brot úr samtalinu (18—19):
Hadda Padda: Svo þegar þú komst heim næsta vor, þá
var það Kristrúnar sumar að fara í sveitina. Oftar
hefirðu ekki komið heim á sumrin.
Ingólfur: Og svo þegar þú komst til Kaupmannahafn-
ar árið eftir, þá hittist á þann eina vetur sem ég las
heima.
Hadda Padda: . . . þú skrifaðir heim í hittiðfyrra, að þú
mundir setjast að erlendis ... Þá afréð ég að ferðast.
Ingólfur: Já, svo komstu um haustið.
Hér skín það berlega í gegn, að þau eru ekki að tala hvort
við annað, heldur við áhorfendur. Svipað kemur fyrir í f jórða
þætti, en þar spyr Ingólfur Steinþór um það, sem líklegt er,
að báðir viti (88):
Ingólfur: Hvað heldurðu að þetta sé hátt sig?
Steinþór: Það er ekki meir en hálf vaðarhæð.
Ingólfur: Hvað er vaðarhæðin reilcnuð?
Steinþór: Heil vaðarhæð er tuttugu faðmar.
Þessi orðaskipti eru óþörf, því að gilinu hefur áður verið
eftirminnilega lýst með frásögn Höddu Pöddu (82-83), og
síðar í fjórða þætti er margsinnis lögð áherzla á hrikaleik