Studia Islandica - 01.06.1970, Síða 41

Studia Islandica - 01.06.1970, Síða 41
39 gljúfrið í leit að perlubandi, sem hún þykist hafa misst nið- ur í það. Skyndilega spyrnir hún fótum í bergið, og hvað eftir annað reynir hún af öllu afli að kippa Ingólfi fram af bjargbrúninni. Þau togast á upp á líf og dauða. Ingólfur hefur betur og er í þann veginn að ná Höddu Pöddu upp á brúnina, þegar hún bregður hnífi á loft, sker á vaðinn og hrapar í gljúfrið. I heild má bygging verksins teljast góð. Persónur eru kynntar strax í fyrsta þætti, stígandi er jöfn og samsetning atburða yfirleitt eðlileg. Þó ber viða á þeim viðvaningsbrag, að höfundur virðist hafa verið í vandræðum með að koma ýmissi vitneskju að, oftast rnn liðna atburði, sem mynda bak- grunninn. Má þar t. a. m. benda á langt samtal Höddu Pöddu og Ingólfs í fyrsta þætti; en þar eru þau látin segja hvort öðru frá atburðum, sem báðum eru kunnugir. Sem dæmi mætti taka þetta brot úr samtalinu (18—19): Hadda Padda: Svo þegar þú komst heim næsta vor, þá var það Kristrúnar sumar að fara í sveitina. Oftar hefirðu ekki komið heim á sumrin. Ingólfur: Og svo þegar þú komst til Kaupmannahafn- ar árið eftir, þá hittist á þann eina vetur sem ég las heima. Hadda Padda: . . . þú skrifaðir heim í hittiðfyrra, að þú mundir setjast að erlendis ... Þá afréð ég að ferðast. Ingólfur: Já, svo komstu um haustið. Hér skín það berlega í gegn, að þau eru ekki að tala hvort við annað, heldur við áhorfendur. Svipað kemur fyrir í f jórða þætti, en þar spyr Ingólfur Steinþór um það, sem líklegt er, að báðir viti (88): Ingólfur: Hvað heldurðu að þetta sé hátt sig? Steinþór: Það er ekki meir en hálf vaðarhæð. Ingólfur: Hvað er vaðarhæðin reilcnuð? Steinþór: Heil vaðarhæð er tuttugu faðmar. Þessi orðaskipti eru óþörf, því að gilinu hefur áður verið eftirminnilega lýst með frásögn Höddu Pöddu (82-83), og síðar í fjórða þætti er margsinnis lögð áherzla á hrikaleik
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Studia Islandica

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.