Studia Islandica - 01.06.1970, Side 42
40
þess, og það jafnvel um of. Annars er alls ekki mikið um end-
urtekningar í Höddu Pöddu, en þeim mun meira í Konungs-
glímunni, eins og síðar verður vikið að.
Efnisatriði eru ekki frumleg. Að nýrómantískum hætti
koma fyrir þjóðsagnaminni (7—8, 70) og draumar (22, 38).
Táknum bregður fyrir, t. a.m. í lok þriðja þáttar (86), þar
sem blómvendir bamanna gefa feigð Höddu Pöddu til
kynna, og á táknrænan hátt gefur atriðið með grasakonunni
innsýn í hugarástand Höddu Pöddu.
Ýmis efnisatriði benda til áhrifa frá Fjalla-Eyvindi Jó-
hanns Sigurjónssonar. T. a. m. eru upphöf leikritanna á viss-
an hátt hliðstæð, kristalskúlan í Höddu Pöddu og dording-
ullinn í Fjalla-Eyvindi minna á fallvaltleik gæfunnar. Bæði
leikritin enda á því, að konan kýs dauðann, maðurinn hróp-
ar nafn hennar í örvæntingu. 1 lok fyrsta þáttar syngur Ing-
ólfur kvæði fyrir Höddu Pöddu, sem orkar framandi í leik-
ritinu, en leiðir hugann að söng Kára í Fjalla-Eyvindi (130).
Fleira bendir til tengsla, t. a.m.:
FJALLA-EYYINDUR:
Mjer finst jeg vera staddur
í stórri kirkju. Jeg held á
blysi í hendinni og kveyki á
kertunum; - því fleiri ljós,
þess stærri og fallegri verður
kirkjan (80).
HADDA PADDA:
Mig dreymdi, að ég var
stödd fyrir utan dómkirkj-
una. Það var dimt inni, en
fram með öllum kirkjugang-
inum beggja vegna stóð þétt
röð af ókveiktum kertum ...
Þá gekk snögg vindkviða
gegnum endilanga kirkjuna,
og um leið og hún straukst
yfir kveikina, kviknaði á öll-
um kertunum (22).
Allar þær stundir, sem við Ég sé framtíðina speglast í
höfum átt saman, geisla út þeim dögum, sem við höfum
frá andlitinu á þjer (92-93). lifað saman (23).
Gljúfuratriðið í lok Höddu Pöddu olli næstum vinslitum
milli Jóhanns og Kambans, því að Jóhann sakaði Kamban