Studia Islandica - 01.06.1970, Side 43
41
um að hafa stolið hugmyndinni að þvi frá sér. Kamban
hafði fengið að lesa óprentað leikrit eftir Jóhann, Skyggen,1
en í síðasta þætti þess kemur bjargsig mjög við sögu, og
svikin unnusta kastar sér fyrir hjörg. Athurðarásin er þó allt
önnur í Höddu Pöddu, en ekki er ósennilegt, að Jóhann hafi
haft eitthvað til síns máls og sjálf kveikjan að þessari hug-
mynd sé komin frá Skyggen, þótt gljúfur og bjargsig séu
ekki einsdæmi í bókmenntunum, sbr. t. d. smásöguna Vals-
hreiðrið eftir Einar Benediktsson.2 Þess verður viða vart, að
Kamban skortir frumleika og þarf að fá hugmyndir sínar
annars staðar frá; kemur þetta einnig fram í því, að hann
notar oft sömu efnisatriðin hvað eftir annað í verkum sínum.
Gljúfuratriði kemur t. a.m. aftur fyrir í smásögunni Dúnu
Kvaran, sem samin var í New York 1916 og birtist í Skírni
sama ár og á dönsku í Tilskueren ári síðar.
1 leikriti eru persónurnar eina tækið, sem höfundur þess
hefur til að koma hugsunum sínum á framfæri. Atburðarás
þess verður ekki rökrétt eða sannfærandi nema fyllsta sam-
ræmi sé milli eiginleika þeirra og reynslu annars vegar og
orða þeirra og athafna hins vegar. Skarpt mótaðar persónu-
lýsingar eru því ein af þeim frimakröfum, sem gera verður
til leikrits.
1 Höddu Pöddu er persónulýsingu Ingólfs mjög ábótavant.
Hann er sagður „glæsilegasti maður á öllu Islandi“ (50), en
1 Lbs. 527 fol. - Heimildarmaður minn um þetta er Sigurður Nor-
dal, sem segir mér ennfremur, að Jóhann hafi verið óspar á hugmyndir
sínar, ausið af þeim í allar attir og síðan átt það til að saka menn um að
hafa notfært sér þær. T. a. m. hafi hann eignað sér grasakonuatriðið í
Höddu Pöddu, og taldi hann Gunnar Gunnarsson hafa tekið frá sér hug-
myndina að sagnaflokki úr scgu Islands; - An þess að geta heimilda segir
Toldberg (22) frá deilum Jóhanns og Kambans út af Höddu Pöddu. Orð
hans má skilja svo, að Jóhann hafi talið allt leikritið stælingu á Skyggen.
Segir Toldberg frá því, að höfundarnir hafi slegizt og Jóhann borið sig
upp við Brandes, sem hafi svarað á þá leið, að yrkisefnið um karlmann
milli tveggja kvenna hafi áður þekkzt í bókmenntunum.
2 Sbr. Dagskrá 3. 8. - 24. 8. 1896; Sögur og kvæði, 49-71. 1 Skirni
1945 (25-26) bendir Lárus Sigurbjörnsson á tengsl milli Valshreiðursins
og Höddu Pöddu. Ekki verður hér fallizt á, að þau tengsl séu jafnmikil og
hann telur.