Studia Islandica - 01.06.1970, Page 60

Studia Islandica - 01.06.1970, Page 60
58 Marmari Leikritið Marmari er í fjórum þáttum með eftirspili. Byrj- aði Kamban samningu þess í Ameríku, en lauk því í Kaup- mannahöfn sumarið 1918, og þar kom Marmor út á dönsku sama ár.* 1 Á íslenzku virðist það eingöngu varðveitt i vélrit- uðu leikhúshandriti,2 en útgáfa í vændum (shr. bls. 46 nm.). Efni leikritsins er í stuttu máli á þessa leið: Hugsjóna- maðurinn Róbert Belford, dómari í New York, segir upp stöðu sinni til þess að geta óskiptur helgað sig baráttunni fyrir þjóðfélagslegum endurbótum. Hann hefur gefið út bók um glæpamanninn og þjóðfélagið, þar sem hann ræðst á refsilöggjöfina og boðar þá kenningu, að refsingar og fangelsi geri ekki annað en spilla afbrotamönnum og leiða þá til nýrra glæpa. Þegar hann hefur í hyggju að fletta ofan af opinberri líknarstarfsemi og þeim, sem í nafni mannúðar- innar hagnast á henni, en einn þeirra er bróðir hans, er mátt- arstólpum þjóðfélagsins nóg boðið. Þeir hafa komizt að því, að Róbert hafði átt þátt í sjálfsmorði gamals afbrotamanns, sem hafði verið margrefsað og átti sér ekki viðreisnar von. Bróðir Róberts er látinn setja honum úrslitakosti, en Róbert hvikar ekki frá ákvörðun sinni. Ákæra um morð er búin á hendur honrun, og hann er tekinn fastur. Fyrir rétti flytur irlesturinn um Wilde flutti Kamban síðan í Osló 1920, um það leyti sem Vér morðingjar voru sýndir þar, sbr. Alþýðublaðið 8. 12. 1920. Loks flutti Kamban fyrirlesturinn um Wilde i Reykjavik í júní 1929 (sbr. t. a. m. auglýsingu í Morgunblaðinu 9. 6. 1929), og er hann prentaður dálítið breyttur frá danska eiginhandarritinu í Iðunni sama ár. 1 Sjá Kristján Albertsson 1968, 19. Einnig opið bréf Kambans til Pouls Levins í Berlingske Tidende 4. 11. 1926 og viðtal við Kamban i timaritinu Hus og Hjem 24. 4. 1941. 2 Eiginhandarrit eða handrit, sem œtla má með vissu, að höfundur hafi sjálfur gengið frá, fyrirfinnst ekki. Hér verður því vísað í leikhús- handritið, en það er i vörzlu Gísla Jónssonar. - Lárus Sigurbjömsson 1945, 28, segir, að leikritið hafi ekki vcrið þýtt á íslenzku. Gísli Jónsson telur engan vafa leika á því, að íslenzka gerð Marmara sé eftir Kamban sjálfan. Og raunar tekur stíllinn af allan vafa um það. Ótvírœð eru orð eins og hugstola, skynborinn, heyrnarfæri, göng (i íbúð), sem koma hvað eftir annað fyrir í ritum Kambans.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Studia Islandica

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.