Studia Islandica - 01.06.1970, Page 67
65
ar og smánar (51); hefirðu nokkurn tíma mætt nokk-
urri mannlegri veru ... sem þér finst um, þegar þú
lítur á hann í fyrsta skifti, eins og þú hafir þekt dýpstu
leyndardóma eðlis hans alla þína æfi (58); Ég óska
pyjamas, flibba og nokkra búningsmuni (65); ... að
verjandi hafi . . . haft bráðabirgða-aðsvif af geðveiki
(86).
Algjörs misskilnings höfundar á íslenzkri tungu gætir í
því, þegar hann telur sig ljá máli mrs.Dixon lágstéttablæ
með því að láta hana tala sambland af góðum og gildrnn ís-
lenzkum mállýzkum (68-71). Einnig er það óþarfur hug-
takaruglingur að láta jafnlöglærða menn og dómarann og
lögdæmisfulltrúann í þriðja þætti nota í sífellu orðið verj-
andi um ákærða, jafnvel þótt svo vilji til, að hann flytji vörn
sína sjálfur.
Marmari er mikið ádeiluverk og kemur viða við. Viðtekn-
ar þjóðfélags- og siðgæðishugmyndir manna eru oft gagn-
rýndar á eftirminnilegan hátt í tilsvörum og ræðum Róberts
Belfords.
Að hætti Oscars Wildes heldur Róbert fram einstaklings-
hyggju og er því andvígur ótakmörkuðu lýðræði, sem hann
segir vera harðstjórn margra yfir einum. Þann lýðstjórnar-
anda, sem heltekið hafi amerísku þjóðina, telur hann eiga
sök á því, að þar sé „gert minna úr stórum persónuleika en
í nokkru öðru landi“ (17). Samt ræðst hann á spillingu
einkaframtaksins - auðvaldsins, sem arðrænir öreigana und-
ir yfirskyni opinberrar líknarstarfsemi: „lögvernduð líknar-
starfsemi eru lögverndaðir fóglæfrar og ekkert annað“ (41),
sem sé haldiðvið „af þeim auðugu fyrir þá auðugu“ (46), þvi
að hún eigi drjúgan þátt í því að halda vinnulaunum verka-
fólks niðri. „Það er ekki steinolía eða stál — það er eymd
hinna mörgu, sem er verðgreind hæst í Wall street“ (45).
Siðferði heimsins telur hann hættulegra siðspillingu hans,
því að það sé grundvallað á þeirri villu, að eiginleiki manns-
ins verði greindur frá persónuleika hans. „Allt sem kryst-
allast í stórum og töfrandi persónuleika verður töfrandi og
5