Studia Islandica - 01.06.1970, Síða 68

Studia Islandica - 01.06.1970, Síða 68
66 stórt... Jafnvel glæpur“ (17-18). Af þessu ranga siðferðis- mati telur Róbert Belford þá skoðun sprottna, að allir séu jafnir fyrir lögunum: ,,... lög mannanna eru grundvölluð á þeirri fjarstæðu, að allir geti hugsað eins“ (77). Og er þá komið að kjarna leikritsins, ádeilunni á refsilög- in, en hún felst bæði í sjálfri atburðarásinni og kenningiun Róberts Belfords. Af þeim verkum Kambans, sem fjalla að einhverju leyti um refsimál, koma kenningar Osbomes um afnám refsinga langberlegast fram í Marmara. Má líta á leikritið sem beina útleggingu á þeim kenningum, jafnvel þótt Kamban freistist oft til að taka nokkru dýpra í árinni en lærimeistarinn. Róbert Belford heldm: því fram, að ekki sé til nema einn glæpur og nafn hans sé refsing (76), því að þjóðfélagið geti ekki haft rétt til að refsa manni fyrir glæp, sem það hefur áður rekið hann til að fremja: „En áður en mannfélagið hefir rétt til að vernda hveitikaupmanninn gegn þjófimrm, hefir það skyldu til að vernda þjófinn gegn sultinum. Áður en það hefir rétt til að vernda bamið gegn útburði, hefir það skyldu til að vemda móðmina gegn þeim ofurkvölum, sem leiddu hana til þess“ (82). Lögin hafi ákveðið refsinguna, áður en þau vissu orsök glæpsins, sem aldrei sé sú sama. Þar að auki sé það misskilningur, að refsingar vemdi þjóðfélagið gegn afbrotamönnum, áhrif þeirra séu gagnstæð, því að þær forherði þá og hvetji til nýrra og enn alvarlegri glæpa. „Og sérhver sá, sem kveður upp refsidóm samkvæmt lögunum, gerir sig sekan í heimsku, hversu vitur sem hann er. Því það er kominn tími til að skilja, að þjóðfélagið hefir að eins eitt úrræði til að vemda sig gegn ofvexti glæpanna: Það, að glæpamönnunum sé ekki refsað“ (85). Varla getur þessi úrlausn vandamálsins talizt einhlít, en Kamban bendir hvergi á neina aðra, og veikir það vitaskuld ádeilu verksins til mikilla muna. I eftirleiknum kemur í ljós, að hugsjónamaðurinn Róbert Belford hefur barizt og fómað lífi sínu til einskis. Kristinn E. Andrésson túlkar þetta þannig í bókmenntasögu sinni,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Studia Islandica

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.