Studia Islandica - 01.06.1970, Síða 68
66
stórt... Jafnvel glæpur“ (17-18). Af þessu ranga siðferðis-
mati telur Róbert Belford þá skoðun sprottna, að allir séu
jafnir fyrir lögunum: ,,... lög mannanna eru grundvölluð á
þeirri fjarstæðu, að allir geti hugsað eins“ (77).
Og er þá komið að kjarna leikritsins, ádeilunni á refsilög-
in, en hún felst bæði í sjálfri atburðarásinni og kenningiun
Róberts Belfords. Af þeim verkum Kambans, sem fjalla að
einhverju leyti um refsimál, koma kenningar Osbomes um
afnám refsinga langberlegast fram í Marmara. Má líta á
leikritið sem beina útleggingu á þeim kenningum, jafnvel
þótt Kamban freistist oft til að taka nokkru dýpra í árinni en
lærimeistarinn.
Róbert Belford heldm: því fram, að ekki sé til nema einn
glæpur og nafn hans sé refsing (76), því að þjóðfélagið geti
ekki haft rétt til að refsa manni fyrir glæp, sem það hefur
áður rekið hann til að fremja: „En áður en mannfélagið
hefir rétt til að vernda hveitikaupmanninn gegn þjófimrm,
hefir það skyldu til að vernda þjófinn gegn sultinum. Áður
en það hefir rétt til að vernda bamið gegn útburði, hefir það
skyldu til að vemda móðmina gegn þeim ofurkvölum, sem
leiddu hana til þess“ (82). Lögin hafi ákveðið refsinguna,
áður en þau vissu orsök glæpsins, sem aldrei sé sú sama. Þar
að auki sé það misskilningur, að refsingar vemdi þjóðfélagið
gegn afbrotamönnum, áhrif þeirra séu gagnstæð, því að þær
forherði þá og hvetji til nýrra og enn alvarlegri glæpa. „Og
sérhver sá, sem kveður upp refsidóm samkvæmt lögunum,
gerir sig sekan í heimsku, hversu vitur sem hann er. Því það
er kominn tími til að skilja, að þjóðfélagið hefir að eins eitt
úrræði til að vemda sig gegn ofvexti glæpanna: Það, að
glæpamönnunum sé ekki refsað“ (85).
Varla getur þessi úrlausn vandamálsins talizt einhlít, en
Kamban bendir hvergi á neina aðra, og veikir það vitaskuld
ádeilu verksins til mikilla muna.
I eftirleiknum kemur í ljós, að hugsjónamaðurinn Róbert
Belford hefur barizt og fómað lífi sínu til einskis. Kristinn
E. Andrésson túlkar þetta þannig í bókmenntasögu sinni,