Studia Islandica - 01.06.1970, Page 69

Studia Islandica - 01.06.1970, Page 69
67 að Kamban hafi ekki sjálfur trúað á þær hugsjónir, sem eigi að bera verk hans uppi.1 Að mínum dómi er þessi skilning- in ekki réttur. Eftirleiknrinn að Marmara gegnir fyrst og fremst því hlutverki að skerpa ádeilu verksins, vekja áhorf- endur til mótmæla á misþyrmingu svo háleitrar hugsjónar og koma þeim í skilning um, að það er þeirra að grípa í taum- ana. Þetta er alþekkt og viðurkennt stílbragð, sem ýmsir höfundar hafa notað með góðum árangri, t. a.m. Bertolt Brecht í lokaatriði Mutter Courage. Marmari var aldrei settur á svið í Danmörku. Þó hafði Dagmarleikhúsið í Kaupmannahöfn tekið leikritið nýsamið til sýningar og byrjað æfingar á því, en hætti við þær, þegar ekki náðist samkomulag við höfundinn um að stytta leik- inn.2 Síðar stóð til, að leikritið yrði sýnt í Konunglega leik- húsinu, en af því varð heldur aldrei, jafnvel þótt sjálfur Georg Brandes hefði hvatt til sýningar á því.3 Urðu þetta höfundinum mikil vonbrigði, því að Marmara mat hann mest leikrita sinna.4 Marmari var frumsýndur í Mainz í Þýzkalandi árið 1933, og að sögn Vagns Borges var leiknum tekið þar með geysi- legum fögnuði: At Marmor ikke er spillet i Skandinavien er nemlig nærmest en Skandale. Jeg har i Tyskland oplevet dets Urpremiere paa Stadttheater i Mainz og set, at Publi- kum næsten elektriseret fulgte Opforelsen fra forst til 1 Sjá Kristin E. Andrésson, 230. 2 Heimild er Gísli Jónsson. Kristján Albertsson 1968, 20, segir, að leikhússtjóri Dagmarleikhússins hafi viljað láta sleppa fyrsta þætti. Kristján fer ekki rétt með nafn leikhússtjórans, sem hann segir hafa verið Thorkild Roose, en 1918 var Hofman leikhússtjóri Dagmarleikhússins, — Roose tólc ekki við fyrr en ári seinna, sbr. t. a.m. Poul Reumert, 102. Sjá ennfremur Kobenhavn 13. 1. 1919 og 22. 3. 1922 og Politiken 25. 2. 1920. 3 Heimild er Gísli Jónsscn. Sjá einnig Kvalitetsmennesket, 133. Grein Brandesar birtist í Tilskueren, Marts 1919, 280. 4 Sjá viðtal við Kamban í Berlingske Tidende 3. 9. 1921, en þar segir hann m. a.: „For Resten er jeg ked af, at det aldrig er kommet frem. „Marmor" er det af mine dramatiske Arbejder jeg synes allerbedst om.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Studia Islandica

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.