Studia Islandica - 01.06.1970, Qupperneq 69
67
að Kamban hafi ekki sjálfur trúað á þær hugsjónir, sem eigi
að bera verk hans uppi.1 Að mínum dómi er þessi skilning-
in ekki réttur. Eftirleiknrinn að Marmara gegnir fyrst og
fremst því hlutverki að skerpa ádeilu verksins, vekja áhorf-
endur til mótmæla á misþyrmingu svo háleitrar hugsjónar
og koma þeim í skilning um, að það er þeirra að grípa í taum-
ana. Þetta er alþekkt og viðurkennt stílbragð, sem ýmsir
höfundar hafa notað með góðum árangri, t. a.m. Bertolt
Brecht í lokaatriði Mutter Courage.
Marmari var aldrei settur á svið í Danmörku. Þó hafði
Dagmarleikhúsið í Kaupmannahöfn tekið leikritið nýsamið
til sýningar og byrjað æfingar á því, en hætti við þær, þegar
ekki náðist samkomulag við höfundinn um að stytta leik-
inn.2 Síðar stóð til, að leikritið yrði sýnt í Konunglega leik-
húsinu, en af því varð heldur aldrei, jafnvel þótt sjálfur
Georg Brandes hefði hvatt til sýningar á því.3 Urðu þetta
höfundinum mikil vonbrigði, því að Marmara mat hann
mest leikrita sinna.4
Marmari var frumsýndur í Mainz í Þýzkalandi árið 1933,
og að sögn Vagns Borges var leiknum tekið þar með geysi-
legum fögnuði:
At Marmor ikke er spillet i Skandinavien er nemlig
nærmest en Skandale. Jeg har i Tyskland oplevet dets
Urpremiere paa Stadttheater i Mainz og set, at Publi-
kum næsten elektriseret fulgte Opforelsen fra forst til
1 Sjá Kristin E. Andrésson, 230.
2 Heimild er Gísli Jónsson. Kristján Albertsson 1968, 20, segir, að
leikhússtjóri Dagmarleikhússins hafi viljað láta sleppa fyrsta þætti.
Kristján fer ekki rétt með nafn leikhússtjórans, sem hann segir hafa verið
Thorkild Roose, en 1918 var Hofman leikhússtjóri Dagmarleikhússins, —
Roose tólc ekki við fyrr en ári seinna, sbr. t. a.m. Poul Reumert, 102.
Sjá ennfremur Kobenhavn 13. 1. 1919 og 22. 3. 1922 og Politiken 25. 2.
1920.
3 Heimild er Gísli Jónsscn. Sjá einnig Kvalitetsmennesket, 133.
Grein Brandesar birtist í Tilskueren, Marts 1919, 280.
4 Sjá viðtal við Kamban í Berlingske Tidende 3. 9. 1921, en þar segir
hann m. a.: „For Resten er jeg ked af, at det aldrig er kommet frem.
„Marmor" er det af mine dramatiske Arbejder jeg synes allerbedst om.“