Studia Islandica - 01.06.1970, Side 82
80
brigðum. Honum gengur verr að fá vinnu en hann hugði.
Gróðavænlegri hugmynd um auglýsingasamkeppni er stol-
ið frá honum, og framtíðarhorfur hans verða æ ískyggilegri.
Honum er alls staðar vísað frá á vinnustöðum, og þar kemur,
að peninga hans þrýtur. Hann sekkur æ dýpra niður í eymd
stórborganna, selur eða veðsetur allar eigur sínar og sveltur
heilu hungri. Loks á hann einskis annars úrkosta en að stela
sér til lífsbjargar. Hann er tekinn fastur og dæmdur í 10 ára
fangelsi. fJr fangelsinu kemur hann forfaertm- og eirðarlaus.
Hann tollir ekki í verksmiðjuvinnu, sem honum er fengin,
en sækist eftir frjálsara og óháðara lífi. Hann tekur þátt í
innbroti með fyrrverandi samfanga sínum, tekur að drekka
og lifa svallsömu lífi. Honum er ekki lengur við bjargandi,
og að lokum kórónar hann lífemi sitt með viðm-styggilegum
glæp. Hann svívirðir og myrðir stúlkubam. Á æðisgengnum
flótta undan lögreglunni ekur hann fram af sjávarhömrum
og lætur líf sitt. — Að lokum víkur sögunni heim til Islands.
Á bemskustöðvum Piagnars Finnssonar er ungur sonur hans
að alast upp, viðkvæmur og stórlátur, eins og faðir hans hafði
verið, og fullur af góðrnn áformum. Sagan endar eins og hún
byrjar.
Bygging skáldsögunnar er hvorki heilsteypt né markviss.
Ber hún þess auðsæ merki, að hún hefur verið lengi í smíð-
um. Drög að 1. kafla hennar birtust sem smásagan Faxi í
Skírni 1914, og er því sú tilgáta Stefáns Einarssonar líkleg,
að Kamban hafi byrjað á verkinu á námsárum sínum i Kaup-
mannahöfn og hafi þá þegar haft í hyggju að semja skáldsögu
um æsku- og skólaár sín, en síðan hafi Ameríkudvölin gefið
honum efni í seinni hluta hennar.1 Víst er um það, að sagan
fellur í tvo ólíka hluta. Fyrri hlutinn lýsir æsku- og skóla-
árum Ragnars, og lýkur honum í xii. kafla eða jafnvel ein-
um kafla fyrr. Þá taka við nokkrir sundurlausir og losara-
legir tengikaflar, sem eiga að gegna því vandasama hlutverki
1 Faxi birtist einnig á dönsku í Tilskueren, August 1914. Sjá Stefán
Einarsson 1932, 18.