Studia Islandica - 01.06.1970, Page 88

Studia Islandica - 01.06.1970, Page 88
86 blómgaðist á kostnað hungraðra kvenna og klæðlausra barna, sem líknarstarfsemin þröngvaði til að vinna þar fyrir svíðingskaup (164). Flest þessara atriða varða sameiginlega stefnu verkanna og boðskap, og verða sýnd fleiri dæmi síðar i þessum kafla. Ragnar Finnsson er byggð upp sem sálfræðileg skáldsaga, og stendur hún og fellur með einni mannlýsingu. Þroska- ferill Ragnars Finnssonar er rakinn frá bernsku til dauða- dags. Persónueinkenni Ragnars eru viðkvæmni og stórlæti - það er gefið í upphafi sögunnar og þess getið, að á þeim strandi öll hans góða viðleitni (15). Þessum eiginleikum er síðan storkað og misboðið á ýmsa lund á lífsleið hans, sem verður til þess, að tilfinningar hans sljóvgast smám saman og hann forherðist að lokum. Þessari þróun persónunnar hef- ur höfundi varla tekizt að lýsa á sannfærandi hátt. Langbezt er lýsingin á Ragnari í fyrri hluta sögunnar, á vonbrigðum hans í bernsku og viðleitni til að vera góður. Sama er að segja um æskuást hans, sem sýnir vel viðkvæmni hans og stolt. En jafnskjótt og Ragnar er kominn til Kaup- mannahafnar, er sem dofni yfir mannlýsingunni, þar til hún þurrkast út í xii. kafla. Næstu kaflar segja frá ömurlegu hlutskipti Ragnars í Kaupmannahöfn, án þess að gefnar séu fullnægjandi skýringar á því, hvers vegna svona hlaut að fara. Ragnar hafði öll ytri skilyrði til þess að komast áfram í lífinu eins og skólabræður hans, og er þvi naumast hægt að kenna hér neinu um nema ístöðuleysi eða aumingjaskap, en það eru eiginleikar, sem falla illa í þá heildarmynd, sem höfundur leitast við að gera af persónuleika Ragnars. Þessi rof í persónulýsingunni, sem verða um miðbik sögunnar, er meginástæða fyrrnefnds söguklofnings. 1 seinni hlutanum ber þjóðfélagsádeilan og hin hraða at- burðarás persónulýsinguna ofurliði. Einstaklingseinkenni Ragnars ráða ekki lengur neinu um gang sögunnar, hann fjarlægist meir og meir, unz hann dagar að lokum uppi sem ógeðfelldan píslarvott í ranglátu þjóðfélagi.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Studia Islandica

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.