Studia Islandica - 01.06.1970, Qupperneq 88
86
blómgaðist á kostnað hungraðra kvenna og klæðlausra
barna, sem líknarstarfsemin þröngvaði til að vinna þar
fyrir svíðingskaup (164).
Flest þessara atriða varða sameiginlega stefnu verkanna
og boðskap, og verða sýnd fleiri dæmi síðar i þessum kafla.
Ragnar Finnsson er byggð upp sem sálfræðileg skáldsaga,
og stendur hún og fellur með einni mannlýsingu. Þroska-
ferill Ragnars Finnssonar er rakinn frá bernsku til dauða-
dags. Persónueinkenni Ragnars eru viðkvæmni og stórlæti
- það er gefið í upphafi sögunnar og þess getið, að á þeim
strandi öll hans góða viðleitni (15). Þessum eiginleikum er
síðan storkað og misboðið á ýmsa lund á lífsleið hans, sem
verður til þess, að tilfinningar hans sljóvgast smám saman
og hann forherðist að lokum. Þessari þróun persónunnar hef-
ur höfundi varla tekizt að lýsa á sannfærandi hátt.
Langbezt er lýsingin á Ragnari í fyrri hluta sögunnar, á
vonbrigðum hans í bernsku og viðleitni til að vera góður.
Sama er að segja um æskuást hans, sem sýnir vel viðkvæmni
hans og stolt. En jafnskjótt og Ragnar er kominn til Kaup-
mannahafnar, er sem dofni yfir mannlýsingunni, þar til
hún þurrkast út í xii. kafla. Næstu kaflar segja frá ömurlegu
hlutskipti Ragnars í Kaupmannahöfn, án þess að gefnar séu
fullnægjandi skýringar á því, hvers vegna svona hlaut að
fara. Ragnar hafði öll ytri skilyrði til þess að komast áfram
í lífinu eins og skólabræður hans, og er þvi naumast hægt
að kenna hér neinu um nema ístöðuleysi eða aumingjaskap,
en það eru eiginleikar, sem falla illa í þá heildarmynd, sem
höfundur leitast við að gera af persónuleika Ragnars. Þessi
rof í persónulýsingunni, sem verða um miðbik sögunnar, er
meginástæða fyrrnefnds söguklofnings.
1 seinni hlutanum ber þjóðfélagsádeilan og hin hraða at-
burðarás persónulýsinguna ofurliði. Einstaklingseinkenni
Ragnars ráða ekki lengur neinu um gang sögunnar, hann
fjarlægist meir og meir, unz hann dagar að lokum uppi sem
ógeðfelldan píslarvott í ranglátu þjóðfélagi.