Studia Islandica - 01.06.1970, Blaðsíða 96
94
Paphnutius fellur fyrir freistingum ástarinnar eftir að hafa
sannfært Thais. Afturhvarfið er tvöfalt.1 Kamban hefur því
ekki sótt efni sitt beint í „foma helgisögn“, eins og hann
lætur að liggja, heldur að öllum líkindum til skáldsögu Ana-
tole France. Og víst má telja, að hann hafi einnig haft í
huga frásögn Oscars Wildes um þetta efni.2 1 bók Heskeths
Pearsons um Oscar Wilde er meginefni þeirrar sögu á
þessa leið:
Hún hafði heyrt, að hann væri fríður sýnum, og að
hann hefði afneitað heiminum. En hún trúði ekki, að
hann héldi eið sinn, ef hann liti hana augum, því að
enginn karlmaður hefði getað staðizt hana. Hún lagði
þvi af stað úr borginni og út í eyðimörkina að leita
þessa heilaga manns ... hann talaði með litilsvirðingu
um holdið og jarðneska fegurð og um ástríður mann-
anna og gæði þessa heims ... Og hann sagði, að hún
yrði að létta byrðinni af sálu sinni, er væri hlaðin synd-
um, og lifa það sem eftir væri ævinnar í þjónustu Hans,
er dáið hefði fyrir hana.
Konungsdóttirin sagði honum frá lífi sínu í hinni
miklu borg, frá konungum og furstum, er höfðu verið
elskhugar hennar ... En nú, eftir að hafa hlýtt á Ho-
noríus einsetumann, hafði hún ákveðið að segja skilið
við líf munaðar og girnda og helga sig guði.
En á meðan hún talaði, tók Honoríus einsetumann
að þyrsta eftir þeim unaðsemdum, er hann hafði ekki
notið ... Og hann gimtist líkama konungsdótturinn-
ar ...
Konungsdóttirin, sem hafði komið til þess að freista
hins helga manns og hafði látið hann telja sér hug-
hvarf, varð því eftir i óbyggðinni, en hinn heilagi mað-
ur, sem hafði afneitað heiminum, þar til kóngsdóttirin
1 Sjá Dictionaire des Æuvres undir Thais. Á þetta bendir Stefán
Einarsson 1932, 18.
2 Að sögn Heskeths Pearsons, 224, hafði Wilde miklar mætur á þessu
efni og ætlaði sér að semja um það leikrit, sem hann hafði þegar gefið
nafnið La sainte courtisane. Af þvi eru nú aðeins til brot.