Studia Islandica - 01.06.1970, Side 106
104
urna og létum þá bara fara að fræða menn um, hvernig
verulega fín skáld ættu að vera. Það var ekki tilgang-
urinn, að þeir ættu að vera hugsendur, þeir áttu ein-
mitt að hefja skáldskapinn upp yfir skýra hugsun, upp
í brautryðjandi blámóðu, upp í aldarhvarfsvaldandi
myrkmæli. Tindinum var náð, þegar menn urðu nokk-
um veginn að gefast upp við að skilja þá ... Smáskáld-
in neru saman lófunum: stórt nafn fyrir lítið starf! Og
hin fáu stórskáld? Já, þau verða nú ekki á leið manns,
eins og þér sjáið, sendiherra - þau deyja víst ung nú
(103).
Allar em þessar háleitu kenningar lítt frumlegar og
hafa heyrzt ótal sinnum áður. Að vísu má segja, að aldrei
sé góð vísa of oft kveðin, en sá er hér hængur á, að gamal-
kunnar vangaveltur eru settar fram sem stórkostleg tíðindi
og opinberun af himnum ofan. Slíkt er vitaskuld næsta hæp-
ið og getur jafnvel orkað broslega. Þar við bætist, að ádeil-
an er eingöngu sett fram í orðum, en er ekki samofin örlög-
um lifandi persóna, eins og í Ragnari Finnssyni eða Oss
morðingjum. Er því viðbúið, að hún falli máttlaus niður og
Sendiherrann frá Júpiter hafi ekki haft erindi sem erfiði.
Sendiherrann frá Júpiter var fmmsýndur í Reykjavík 24.
maí 1927 af leikflokki, sem Guðmundur Kamban stjórnaði.1
Ekki gekk aðdragandi þeirrar sýningar hljóðalaust fyrir sig.
Hafði Kamban boðið Leikfélagi Reykjavíkur að aðstoða það
við nokkrar leiksýningar, og í þvi skyni kom hann til íslands
í febrúar 1927. En þegar á átti að herða, sá Leikfélagið sér
ekki fært að þiggja tilboð hans. Þótti Kamban sér að vonum
mjög freklega misboðið og brást hinn reiðasti við. Upphófust
nú langvinnar og heiftarlegar blaðadeilur milli hans og Leik-
félagsins.2 - Forsvarsmenn Iæikfélagsins saka Guðmund
1 Sjá Morgunblaðið 26. 5. 1927.
2 Málgagn Kambans er Morgunblaðið, sjá 15. 2., 22. 2., 24. 2., 25. 2.,
2. 3., 5. 3., 10. 3. og 23. 3. 1927. Leikfélagið svarar í Vísi 16. 2., 23. 2.,
26. 2., 3. 3., 5. 3., 8. 3., 11. 3. og 19. 3. 1927. Sjá ennfremur grein Kristjéns
Albertssonar í Verði 12. 3. 1927, þar sem hann ver Kamban; birtist hún