Studia Islandica - 01.06.1970, Síða 106

Studia Islandica - 01.06.1970, Síða 106
104 urna og létum þá bara fara að fræða menn um, hvernig verulega fín skáld ættu að vera. Það var ekki tilgang- urinn, að þeir ættu að vera hugsendur, þeir áttu ein- mitt að hefja skáldskapinn upp yfir skýra hugsun, upp í brautryðjandi blámóðu, upp í aldarhvarfsvaldandi myrkmæli. Tindinum var náð, þegar menn urðu nokk- um veginn að gefast upp við að skilja þá ... Smáskáld- in neru saman lófunum: stórt nafn fyrir lítið starf! Og hin fáu stórskáld? Já, þau verða nú ekki á leið manns, eins og þér sjáið, sendiherra - þau deyja víst ung nú (103). Allar em þessar háleitu kenningar lítt frumlegar og hafa heyrzt ótal sinnum áður. Að vísu má segja, að aldrei sé góð vísa of oft kveðin, en sá er hér hængur á, að gamal- kunnar vangaveltur eru settar fram sem stórkostleg tíðindi og opinberun af himnum ofan. Slíkt er vitaskuld næsta hæp- ið og getur jafnvel orkað broslega. Þar við bætist, að ádeil- an er eingöngu sett fram í orðum, en er ekki samofin örlög- um lifandi persóna, eins og í Ragnari Finnssyni eða Oss morðingjum. Er því viðbúið, að hún falli máttlaus niður og Sendiherrann frá Júpiter hafi ekki haft erindi sem erfiði. Sendiherrann frá Júpiter var fmmsýndur í Reykjavík 24. maí 1927 af leikflokki, sem Guðmundur Kamban stjórnaði.1 Ekki gekk aðdragandi þeirrar sýningar hljóðalaust fyrir sig. Hafði Kamban boðið Leikfélagi Reykjavíkur að aðstoða það við nokkrar leiksýningar, og í þvi skyni kom hann til íslands í febrúar 1927. En þegar á átti að herða, sá Leikfélagið sér ekki fært að þiggja tilboð hans. Þótti Kamban sér að vonum mjög freklega misboðið og brást hinn reiðasti við. Upphófust nú langvinnar og heiftarlegar blaðadeilur milli hans og Leik- félagsins.2 - Forsvarsmenn Iæikfélagsins saka Guðmund 1 Sjá Morgunblaðið 26. 5. 1927. 2 Málgagn Kambans er Morgunblaðið, sjá 15. 2., 22. 2., 24. 2., 25. 2., 2. 3., 5. 3., 10. 3. og 23. 3. 1927. Leikfélagið svarar í Vísi 16. 2., 23. 2., 26. 2., 3. 3., 5. 3., 8. 3., 11. 3. og 19. 3. 1927. Sjá ennfremur grein Kristjéns Albertssonar í Verði 12. 3. 1927, þar sem hann ver Kamban; birtist hún
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Studia Islandica

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.