Studia Islandica - 01.06.1983, Blaðsíða 13
11
nokkrar helstu niðurstöður athugana þessara dregnar
saman.
Það hefur háð þessum athugunum, hve víða skortir
grundvallarrannsóknir á ýmsum sviðum sem hefðu getað
orðið til stuðnings. T.d. hafa íslenskar þjóðsögur lítið verið
rannsakaðar með tilliti til eðlis þeirra og uppruna. Yfir-
náttúrlegar verur í kirkjulegum miðaldabókmenntum eru
einnig óplægður akur að miklu leyti, a.m.k. í íslensku
biskupasögunum. Forsendur eru því víða ótraustar, og
verður að líta á ýmislegt í þessari ritgerð sem tilgátur, sem
frekari rannsóknir gætu hrakið.
Sérstök ástæða er til að víkja strax í upphafi að texta-
grundvelli þessarar rannsóknar. Eyrbyggja saga hefur orðið
að sæta því, að af henni hefur ekki verið til nein vísindaleg
útgáfa, og þær útgáfur sem til er að dreifa hafa reynst mér
ófullnægjandi undirstaða umfjöllunar sem þessarar. 1 út-
gáfu Guðbrands Vigfússonar frá 1864, þar sem Vatns-
hyrnuuppskriftir eru lagðar til grundvallar, er ekki tekinn
upp nærri allur orðamunur úr handritmn þeim sem notuð
eru og ekki tekið tillit til srnnra handrita sem máli skipta.
(Sjá EÓS, lvii-lxii, um handrit sögunnar). Einar Ól. Sveins-
son tilfærir í útgáfu sinni í íslenzkum fomritum sums
staðar orðamun umfram þann sem Guðbrandur hefur, eink-
um í Fróðárundrakaflanum.
Ég hef tekið þann kost að vitna í útgáfu Einars Ólafs
um meginmál textans, og vísa til handrita á sama hátt
og hann. Hins vegar tilfæri ég, þar sem ástæða þótti til,
orðamun úr útgáfu Guðbrands, sem vantar hjá Einari, og
vísa í útgáfuna með GV. Auk þess tek ég upp dálítinn orða-
mun umfram útgáfur sögunnar úr skinnhandritum hennar.
Skinnbók með sögunni í Wolfenbuttel, þar sem aðeins
vantar upphafið, hefur verið gefin út ljósprentuð (The
Saga Manuscript 9. 10. Aug 4to), og vitna ég í þá útgáfu
sem „Wolf“. Einnig skoðaði ég á Stofnun Árna Magnús-
sonar á íslandi myndir af skinnhandritabrotum sögunnar
í AM 162 E fol. og AM 445 b 4to (Melabók), og vísa í