Studia Islandica - 01.06.1983, Blaðsíða 87
11. SELUR 1 ELDGRÓF
11.1. Fyrstu lotu hinna eiginlegu Fróðárundra, þar
sem létust sex manns, lauk við upphaf jólaföstu, 3 vik-
um fyrir jól. Var nú kyrrt skamma hríð, að því frátöldu,
að skreiðin heyrðist rifin í skreiðarklefanum, „en þá er
til var leitat, fannsk þar eigi kvikt.“ (E 147).
Svo var það eitt kvöld litlu fyrir jól, er Þóroddur
hafði að heiman farið um daginn eftir skreið sinni, þá
sáu menn, þegar þeir komu fram í eldhúsið, að selshöfuð
kom upp úr eldgrófinni (eldhúsgólfinu V (E 147)).
Heimakona ein sá þessi „tíðendi“ fyrst og barði í höfuð
selnum með lurki, en „hann gekk upp við hgggit ok
gægðisk upp á ársalinn Þórgunnu“. (E 147). Þá barði
húskarl selinn, en aftur fór á sömu leið: selurinn gekk
upp við hvert högg, þar til hann var kominn upp fyrir
hreifana, þá féll húskarl í óvit, „urðu þá allir óttafullir,
þeir er við váru“. (E 147). En þegar neyðin er stærst,
er hjálpin næst: nú hljóp til sveinninn Kjartan, þrettán
vetra eða fjórtán (E 139), tók upp sleggju mikla og laust
í höfuð selnum „ok varð þat hQgg mikit, en hann skók
hQÍuðit ok litaðisk um; lét Kjartan þá fara hvert at Qðru,
en selrinn gekk þá niðr við, sem hann ræki hæl; hann
harði þar til, at selrinn gekk svá niðr, at hann lamði
saman gólfit fyrir ofan hQfuð honum“. (E 147).
Hér er greinileg þritala í frásögninni. (Dehmer 1927,
32). Þrír reyna að ráða niðurlögum selsins, tveim þeim
fyrri mistekst, en þeim þriðja, sem mætti virðast ólíkleg-
astur til þess, tekst það. Stigandi er milli hinna þriggja: