Studia Islandica - 01.06.1983, Blaðsíða 68
66
af henni, og töldu allir ráðlegast að láta hana afskipta-
lausa. Þórgunna her nú á borð í stofunni. Meðan Þór-
gunna stendur þarna yfir þeim segja líkmenn við bónda,
að erm kunni að verða þau tíðindi að hann muni iðrast
þess að hafa ekki viljað gera þeim nauðsynlegan greiða.
Þá sögðu bóndi og húsfreyja, hvort upp í annað, að vissu-
lega mrnii þau gera þeim allan þann greiða, sem þeir
þurfi. Þórgunna hefur fengið sínu framgengt, hún hefur
sýnt með ótvíræðmn hætti, hvað henni er á höndum, og
nú sér ótti heimilisfólksins um það sem á vantar. Jafn-
skjótt og bóndi hafði bcðið líkmönnum greiða, gekk hún
út og lét ekki framar á sér kræla. En heimamenn fengu
líkmönnum þurr föt og sýndu þeim eftir þetta mikla
gestrisni. Gengu menn til borðs og signdu mat sinn og
varð ekki meint af honum, þótt draugur hefði mat-
búið.17)
Líkmenn héldu áfram ferð sinni morguninn eftir, og
hvar sem atburðurinn 1 Nesi inu neðra spurðist „sýndisk
flestum þat ráð, at vinna þeim þann beina, er þeir þurftu“.
(E 145). Gekk því ferð þeirra vel eftir þetta. Var Þór-
gunna jörðuð í Skálholti, og varð ekki fleira til tíðinda i
líkferðinni.
Tilskipun Þórgunnu á banasænginni er einkum tvi-
þætt: annars vegar um eignir hennar, og þá sér í lagi
rekkjubúnaðinn, hins vegar um hana sjálfa. Þuríður
fékk því til leiðar komið, að Þóroddur brenndi aðeins
hluta rekkjubúnaðarins, „dýnur ok hœgendi, en hon tók
til sín kult ok blæjur ok ársalinn allan, ok líkaði þó hvárigu
vel.“ (E 143). Þóroddur benti á að Þórgunna „mælti
mikit um, at eigi myndi duga at bregða af því, er hon
mælti fyrir“ (E 142—143), og sagðist ekki vita „at þetta
takisk annan veg en hon hefir fyrir sagt.“ (E 143).
Þuríður segir þetta öfimdarmál eitt, og hafi hún ekki
unnt neinum manni að njóta gripa sinna: „þar munu
engi býsn eptir koma, hversu sem slíku er breytt“ — segir
hún.