Studia Islandica - 01.06.1983, Blaðsíða 15
2. DRAUGASÖGUR
2.1. Nútímafræðimenn sem hafa rannsakað þjóðtrú á
yfirnáttúrlegar verur hafa gengið út frá þeirri forsendu,
að þegar fólk segir frá reynslu sinni af slíkum verum liggi
yfirleitt þar að baki einhver raunveruleg og náttúrleg atvik
sem viðkomandi hefur túlkað sem „yfirnáttúrleg“, eða
a.m.k. einhver reynsla, sem getur þó verið eingöngu sál-
ræns eðlis. (T.d. Celander 1943, 165; Honko 1973, 14-21).
Þetta gildir jafnt um drauga (sbr. aths. 2) og aðrar
yfimáttúrlegar verur. (Sydow 1935, 96ff.). Reynslan sem
um ræðir getur verið margvísleg: draumar, skynjanir milli
svefns og vöku, misskynjanir (illusioner), ofskynjanir
(hallucinationer) og fullkomlega náttúrleg fyrirbæri sem
sett eru í samband við drauga. Um allt þetta gildir, að
skynjunin mótast að meira eða minna leyti af þeim hug-
myndum sem viðkomandi gerir sér um yfimáttúrlegar
verur. Þannig er það t.d. mjög mismunandi, hvaða yfir-
náttúrlegar verur menn verða varir við i hinum ýmsu
löndum, allt eftir því hver þjóðtrúin er. En náttúmfar og
aðrar aðstæður era einnig mishagstæðar fyrir reynslu af
yfimáttúrlegum vemm, t.d. mætti álita að á fslandi væra
frá náttúmnnar hendi góðar aðstæður fyrir draugatrú,
m.a. vegna langra vetramátta og tíðra vetrarstorma. Þessar
ytri aðstæður móta einnig þjóðtnina sjálfa. (Sbr. Celander
1943, 118-19, 165-67).
Menn eru móttækilegastir fyrir „dulrænni" reynslu þeg-
ar þeir em í tilfhmingalegu uppnámi, t.d. haldnir ótta eða
kvíða. Yfirleitt veldur mannslát miklu tilfinningaróti, og
mestu hjá þeim sem næst standa hinum látna. Mest er til-