Studia Islandica - 01.06.1983, Blaðsíða 118

Studia Islandica - 01.06.1983, Blaðsíða 118
116 undinum ofarlega í huga, og því er honum nærtækt að skýra imdrin að einhverju leyti með ófullkomnu kristni- haldi rétt eftir kristnitökuna.29) Enn stóð í stappi um kristnihaldið á hans dögum, svo það hefur verið rnn- hugsunarefni margra. Freistandi er að giska á að hér gæti áhrifa frá trúar- vakningu þeirri, sem Guðmundur góði hratt af stað er hann varð biskup á Hólum. (Magnús Stefánsson 1975, 119). Guðmundur var langdvölum vestanlands og stuðn- ingsmenn hans voru áberandi margir þar.30) Guðmundur góði var biskup 1202-1237, en Eyrbyggja er almennt tahn rituð á fyrri hluta 13. aldar eða um eða skömmu eftir miðja öldina. Hinar kristilegu skýringar Eyrhyggjuhöfundar á Fróð- árundrum, ef fallist er á þá tilgátu, falla ekki alveg að þeim munnmælum sem hann hefur fyrir sér, og „verald- legri“ viðhorf eru þar samhliða hinum og gægjast jafnvel í gegnum kristið yfirborð. Þannig skapast innra ósam- ræmi í frásögninni, sem kemur reyndar ekki verulega að sök þar sem um yfirnáttúrleg fyrirbæri er að ræða. Slíkt ósamræmi er ekkert einsdæmi í Islendingasögunum, og sérstaklega áberandi t.d. í Njálu og Fóstbræðra sögu. Um kristileg viðhorf í Njálu segir Theodore M. Andersson (1964, 114): „Where the Christian hias becomes apparent, we are dealing with a superimposition, or at least with two layers. In other words the author hetrays a person- ality independent from the saga matter, or stated in re- verse, the matter proves its autonomy and priority in relation to the author.“ Svipað gildir um Fróðánmdra- þátt. Önnur hugsanleg rót innra ósamræmis, sem kemur sérstaklega til álita í Fróðárundraþætti, er að höfundur hafi haft fyrir sér mismunandi frásagnir og fellt þær saman að einhverju leyti. Höfundur Eyrbyggju er þá bæði „ritstjóri“ þess efniviðar sem hann hefur fyrir sér, hann velur úr honum og lagar hann til í hendi sér og bætir auk þess nokkru við frá sjálfum sér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Studia Islandica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.