Studia Islandica - 01.06.1983, Blaðsíða 29
27
xxvii, sbr. 2.3.). Einar segir svo frá hlutverki sagna-
skemmtunarinnar í mótun Fróðárundraþáttar: „Boðsmenn
í veizluskálanum vildu heldur heyra um Fróðárundur en
landnám, þeir vildu fjörugar, áhrifamiklar, dramatiskar
frásagnir, en létu sér þá fróðleikinn í léttu rúmi liggja.
Kröfur þeirra gerðu sagnamanninn að listamanni og
skáldi.“ 1 hálfrökkvuðum skálanum var hið dularfulla ekki
síst metið. Menn héldu niðri í sér andanum þegar isagna-
maðurinn fór að segja frá atburðum eins og Fróðárundrum.
„Og þá var ekki alltaf spurt um sannindi, hvorki af sagna-
manni né áheyrendum. Ég býst við, að engum komi til
hugar að taka frásagnimar um . . . Fróðárundur sem
heilagan sannleika. Flvaða draugasaga í heimi er nokkuð i
áttina að vera „sönn“ (þ.e. í samræmi við reynslu þess,
er fyrir reimleikunum verður), eftir að hafa geymzt í
manna minnrnn í tvær aldir?“ (EÓS, xxv).
Það er gömul skoðun, að Fróðárundraþáttur geymi sögu-
legan kjama (t.d. Mogk 1919, 112), og verður það haft
hér fyrir satt. Dehmer (1927, 34) telur að frásögnin hafi
myndast stig af stigi í munni sögumanna. Spumingin er
þá sú, að hve miklu leyti frásögn Eyrbyggju af Fróðár-
undrum kunni að eiga rætur í reynslufrásögnum — eða
frásögnum af náttúrlegum sögulegum atburðum. Enn
fremur vaknar sú spuming, hve mikið í henni muni vera
komið úr munnmælum og hve mikið kunni að vera frum-
smið höfundar. Við þessum spumingum fæst aldrei óyggj-
andi svar. Engu að síður verður leitast við að varpa nokkru
ljósi á það mál hér á eftir.