Studia Islandica - 01.06.1983, Blaðsíða 63
61
Þau fyrirbæri sem hér um ræðir eru af margvíslegu
tagi, en sá sérstaki sess sem blóð hefur skipað í hugum
fólks nægir til að tengja þau saman. Ýmist er beinlínis
frá því sagt að rignt hafi úr himni og yfir dálítið svæði,
eins og í Fróðárundraþætti (Njáls s., 446: á Bróður og
menn hans fyrir Brjánsbardaga; Hemings þ. Áslákssonar,
42: á Líka-Loðin fyxir bardagann við Stamford Bridge),
að blóð hafi „komið ofan“ á einstakan hlut (Njáls s.,
459: messuhökull) eða einfaldlega „komið“ á einstakan
hlut (Njáls s., 175: atgeir Gunnars) - eða „fallið" blóð-
dropar (Heiðarvíga s., 232: öxarskaft). Líka er til, að ein-
faldlega hafi sést blóð, sem menn vissu ekki, hvaðan var
komið (Hrafns s. Sveinbjamarsonar, 49 — fyrir Hrafns-
brennu; svipað virðist í Heiðarvíga s., 289).
í framangreindum dæmum er um að ræða atvik, sem
eiga að hafa gerst í raunvemleikanum. Einnig er til að
blóðregn komi fyrir i draumi (Sturlunga saga I, 285
— fyrir Hólabardaga 1209; í vísu draummanns fyrir
örlygsstaðabardaga 1238, Sturl. s. I, 519-20), og það
kemur einnig fyrir í Darraðarljóðum (Njáls s., 454) og í
Merlínússpá II, 31. Einnig má geta sýnar Njáls fyrir
Njálsbrennu, er honum þótti blóðugt allt borðið og matur-
inn (Njáls s., 324).
Vert er að veita því athygli, að blóðregn kemur fyrir
í samtíðarsögum — í draumunum í Sturlungu, nánar til-
tekið tslendinga sögu, og í Hrafns sögu Sveinbjamarsonar.
Þessi dæmi era ekki eins ævintýraleg og sum dæmin í
fortíðarsögunum. Blóðregn kemur einnig fyrir í annálum.
T.d. segir í Skálholts- og Gottskálksannál rnn árið 1224
að þá hafi blóð víða komið á menn (Islandske annaler,
186, 326). Árið 1104 var að sögn Konungsannáls blóð
séð fljóta út af brauði (Isl. ann., 111), árið 1115 skv. Lög-
mannsannál (Isl. ann., 251). I þessum dæmum er ekki
ljóst, hvort „blóðregnið“ varð hérlendis. Hins vegar getur
um blóð af fótum róðu að Þingeyram árið 1273 (Isl. ann.,