Studia Islandica - 01.06.1983, Blaðsíða 57
55
að lítillæk’ka hana. Þuríður hefur aftur á móti sett hug
sinn eftir rekkjubúnaðinum, og i ljósi fyrri reynslu af
henni, þar sem er samhand hennar við Björn Breiðvík-
ingakappa, býður lesandanum í grun, að hún muni kom-
ast yfir hann með einhverju móti.
Þuríður fær sínu framgengt að nokkru leyti, með því
að hún heldur hluta af rekkjuhúnaðinum. Til þess að hafa
sitt fram „lagði hon hendr yfir háls honum [o: Þóroddi]
ok bað, at hann skyldi eigi brenna rekkjubúnaðinn; sótti
hon þá svá fast, at honum gekksk hugr við“. (E 143).
Lýsingar sem þessar eru næsta fátíðar í fslendingasög-
unum. Líkt þessu er þó í Njálu, 15. kap., þar sem Hall-
gerður langbrók fær Glúm til að taka við Þjóstólfi — með
hörmulegum afleiðingum. Frásögn Eyrbyggju leiðir hug-
ann að syndafallssögunni i Biblítmni, þar sem Eva fær
Adam til að eta af skilningstré góðs og ills. (1. Mósebók,
28_324). Hér verður að miða við túlkim þeirra tíma, sem
ekki er sú eina rétta. Það að Þuríður sættir sig ekki við
að fá skarlatsskikkjuna í sárabætur, heldur vill endilega
rekkjubúnaðinn, minnir á skilningstréð, en Adam og Eva
máttu eta af öllum trjám nema því og lífsins tré. Á báð-
um stöðum leggur konan ekki trúnað á viðurlögin og
skýrir þau á svipaðan hátt: Þórgunna ann engum að njóta
gripanna, Guð vill sitja einn að skyni góðs og ills. Reynd-
ar vantar hliðstæðu höggormsins, sem skýtur ofangreindri
skýringu að Evu, í frásögn Eyrbyggju, þar stendur har-
áttan milli kynjanna. Þóroddur heitir Þórgunnu, sem hér
kemur fram sem fulltrúi kristninnar, því að fara með
eignir hennar eins og hún segir fyrir, á sama hátt og
Adam átti að gæta Paradísar, en konan fær hann til að
bregðast heiti sínu. Þannig steypir Þuríður heimilinu á
Fróðá í glötun eins og Eva öllu mannkyninu í synda-
fallssögunni. Konan var í kaþólsku talin verkfæri syndar-
innar allt frá upphafi heimsins. Höfundur Eyrbyggju
virðist hafa verið sammála þeirri skoðun. Á því sést vel,
hve öll rómantík er honum fjarri, að varla örlar á slíku