Studia Islandica - 01.06.1983, Blaðsíða 124
122
at det blev forhekset (egl. stærkt pávirket)" (F. J. 1931, 367
,,leika“) fremur en „seið hon hugleikin“, þar sem „hugleikin“
ætti við völvuna sjálfa og merkti „betagen i sit sind“. (Sjá
um þetta Strömback 1935, 19). 1 19. vísu Lokasennu telur Finnur
Jónsson hugsanlegt að í vísuorðinu „Loptki veit at leikinn es“
merki „leikirm11 „forhekset" (F. J. 1931, 367). í dæmum
þeim, sem Reichborn-Kjennerud (V 1947, 77) tilfærir um „leik-
inn“ í merkingunni „forgjort“ af völdum djöfulsins eða illra
anda, hefur orðið ekki lýsingarorðsstöðu, heldur er þarna á báð-
um stöðum þolmynd með „af“, sbr. Fritzner (II, 468).
20) Eitt dæmi skal nefnt, úr Jóns sögu helga. Þar segir frá
Sveini nokkrum Þorsteinssyni, sem „varð svá ógurliga leikinn af
djöfli, at hann kastaði náliga kristninni ok gleymdi því öllu sið-
læti, er kristnir menn eigu at hafa, en þat varð með því móti,
at hann ærðist at skrimsli nokkuru: honum sýndist þat vera
kona helzti væn, en hon fékk svá ærðan hann, at hann vildi ekki
við aðra menn eiga, fór jafnan sem hugsi veri, en gáði einskis
þess er hann þyrfti". (Bisk. I, 170). Jón biskup læknar þennan
mann.
21) Sbr. Byskupa SQgur II, 153-54: kolblátt bak konu eftir þungt
högg, og e.t.v. E 93: smalamaður „kolblár ok lamit í hvert bein“
eftir Bægifót.
22) Dehmer (1927, 32) sér þrítölu í athöfnum Kjartans, en hún er
ekki jafngreinileg, sist í M.
23) Því var trúað, að þegar menn brugðust i aðra hami héldust
augun óbreytt. (Einar Öl. Sveinsson í Laxdæla s., 41). Til hins
sama bendir það, hve hreifarnir voru stórir, og svo það, að
selurinn var öðrum miklu meiri, þetta hvorttveggja stafar af
mismunandi sköpulagi og stærð sela og manna. Auk þess var
Hrappur „mikill maðr“ (Laxdæla s., 19) og kann að hafa stækk-
að enn eftir dauðann, svo sem mörg dæmi eru um. (Dehmer
1927, 30; Klare 1933-34, 47).
24) Höfler (1934, 136-142) vill skýra þetta atriði Fróðárundranna
þannig, að þama séu á ferðinni grimuklæddir hfandi menn, sem
leiki hina dauðu, og telur þetta sýna þá trú, að hinir framhðnu
heimsæktu bústaði mannanna á jólunum. Læt ég nægja að vísa
í Celander (1943, 105-106) um það, hvaða rétt þessi túlkun eigi
á sér.