Studia Islandica - 01.06.1983, Blaðsíða 36
4. KAÞÓLSK VIÐHORF
4.1. Þegar Fróðárundraþáttur er færður í letiu- hefur
kristni verið ein opinber trú á íslandi á þriðju öld. Því
mætti ætla að kenningar kirkjunnar um líf eftir dauðann
og drauga hafi þá verið famar að hafa einhver áhrif á trú
manna í þeim efnum. Þau áhrif hafa frekar átt sér stað
gegmrm frásagnir en guðfræðilega umræðu.
Enn á okkar dögum gerir kaþólsk guðfræði fyllilega ráð
fyrir þeim möguleika, að draugar, þ.e. dauðir menn, geti
birst hinum lifandi. (Attwater 1949, 209). Guð er talinn
eiga það til að leyfa sálum framliðinna að birtast á jörðinni
í góðum tilgangi, t.d. til að veita hjálp, aðvara fólk eða
veita bænheyrslu. Kaþólska kirkjan viðurkennir einnig
fullkomlega möguleikann á vofum og sjónhverfingum af
völdum djöfulsins eða ára hans. - Lítum nú nokkm nánar
á hvom þáttinn fyrir sig.
4.2. Kenningar miðaldakirkjunnar um lífið eftir dauð-
ann koma m.a. fram í 3. bók guðfræðiritsins Elucidarius,
eftir Honorius Augustodunensis (f. h. 12. aldar), sem náði
snemma mikilli útbreiðslu á Norðurlöndum. (Edsman
1958, 438ff.). Maðurinn skiptist í líkama, önd og sál
(anda), en aðeins sálin lifir líkamsdauðann. Fer hún þá
ýmist til himnaríkis, í hreinsunareldinn eða til helvítis,
allt eftir brej'tni manna í jarðlífinu.
Sálir hinna réttlátu, þeirra sem fara til himna, geta
birst eftirlifendum hvenær sem þær vilja. Sálimar í hreins-
unareldirmm geta aðeins birst með hjálp engla, annað hvort
til að biðja um frelsun sina úr kvölunum eða til að til-