Studia Islandica - 01.06.1983, Blaðsíða 20
18
kæmi, svo sem trú á áframhaldandi líf í haugnum, ferð til
heljar eða Valhallar eða að menn dæju í fjöll. (Sjá Einar
Öl. Sveinsson 1940, 166; Ellis 1943). Það sem okkur
varðar mest af þessu er trúin á áframhaldandi líf með
líkinu, trúin á lifandi lík, sem er gegnumgangandi í drauga-
sögum fornsagnanna og fjallað verður um sérstaklega i
næsta kafla.
Við kristnitökuna kom eitt form opinberrar guðsdýrk-
unar í annars stað, en vættir þjóðtrúarinnar, þær sem ekki
nutu opinberrar dýrkunar, þ.á m. draugar, lifðu áfram í
hjátrú. En vættimar féllu illa inn í trúkerfi kristninnar
og alþýðan reyndi að halda þeim utan við hugmyndaheim
hennar. (Einar Ól. Sveinsson 1940, 66-67). Ekki fer þó
hjá því að kristnin hafi haft áhrif á hjátrúna, hún bætti
m.a. við heilum heimi myrkratrúar, þar sem var djöfla-
og helvítistrúin. En erfitt er að gera sér grein fyrir þessmn
áhrifum vegna þess hve lítið er varðveitt af nýjum drauga-
sögum frá því eftir söguöld og allt til 1600. (Einar Ól.
Sveinsson 1940, 169).
Halldór Laxness (1973, 7-8) hefur látið svo um mælt,
að afturgöngur hafi engar verið á íslandi í kaþólskmn sið
vegna þess að kaþólsk kirkja setji strangt bann við drauga-
trú. Eins og gerð er grein fyrir í 4. kafla hér á eftir er
réttara að segja að kaþólska kirkjan gerir og hefm gert ráð
fyrir möguleika á „draugagangi“, en lítm á slíkt frá öðr-
um sjónarhóli en þjóðtrúin. Samræmið í íslenskri drauga-
trú milli þess sem lesið verður út úr draugasögum fom-
ritanna og þjóðtrúar seinni alda sýnir að trúin á drauga
hefur aldrei dáið. I draugatrú seinni alda birtast t.d. við-
horf sprottin upp úr hinni fmmstæðu trú á lifandi lík.
(Sjá Einar Ól. Sveinsson 1940, 166—170; Jónas Jónasson
1915). Það bendir einnig til draugatrúar á 13. öld, hve
mdkið af draugasögum frá fyrri öldum var bókfest í ýms-
um bókmenntagreinum. (Sjá 2.4.). Einar Ól. Sveinsson
(1940, 169) hefur orðað þetta svo, að hinir rýnigjömu