Studia Islandica - 01.06.1983, Blaðsíða 110
108
tíðliga.“ Nánar verður fjallað um hvem þessara þriggja
þátta hér á eftir.
f því felst engin mótsögn, að bæði skuli hafa verið
nefndur duradómur og rekkjubúnaðurinn brenndur.
Rekkjubúnaðurinn var undirrót imdranna, en afturgöng-
urnar ganga ekki aftur af eigin hvötum, þær eru leik-
soppar þeirra ódæma, sem rekkjubúnaðurinn leiddi yfir
heimilið á Fróðá. Hefði rekkjubúnaðurinn ekki verið
brenndur, hefði alveg eins mátt búast við nýjum aftur-
göngum þótt þær sem þegar vom á kreiki hefðu verið
flæmdar brott. (Maurer 1896, 46). Hins vegar virðast
hinar kirkjulegu athafnir í rauninni óþarfar í viðbót við
hinar aðferðimar. Hið heiðna og hið kristna gæti staðið
eitt sér, hvort út af fyrir sig, því eins og hér á eftir verður
rakið nánar áttu hinar kirkjulegu athafnir bæði að hrekja
brott myrkraöflin og tryggja heimilið gegn slíkum ódæm-
um í framtíðinni. Eins og frá Fróðámndrum er sagt í
Eyrbyggju, er þó eftir atvikum eðlilegt að tortíming
rekkjubúnaðarins hafi verið fyrsti þátturinn í að koma
af undrunum, en duradómurinn og hinar kirkjulegu at-
hafnir rekast a.m.k. á, að því er virðist. Sú gæti verið
skýringin, að Eyrbyggjuhöfundur hafi bætt því kristilega
við mrmnmæli þau sem hann hafði fyrir sér.
Það er sérstætt við það, hvemig Fróðámndmnum er
komið af, að líkamleg átök við afturgöngmmar koma þar
ekki fyrir né heldur önnur þau ráð, sem algengust em.
(Sjá 3.1.). Það bendir til þess, að hér sé byggt á fomum
munnmælum, sem staðist hafi þrýsting draugasagna-
hefðarinnar.
14.2. Fyrst brennir Kjartan ársal Þórgunnu,25) enda
er hann undirrót ódæmanna. Lesandinn furðar sig aðeins
á því, hví hann er ekki brenndur fyrr, svo augljós sem
þáttur hans virðist vera. Nærtæk skýring er sú, að Þuríður
hafi sett sig upp á móti því, en þegar hún hafði sjálf tekið
sótt hafi hún annað hvort séð að sér eða verið ófær um