Studia Islandica - 01.06.1983, Blaðsíða 104
13. RÓFA 1 SKREIÐARHLAÐA
13.1. Um nokkurt skeið hafði heyrst í skreiðarhlað-
anum að Fróðá eáns og skreiðin væri rifin, en þegar að
var gáð fannst þar ekkert kvikt. (E 147). Eftir jólin, eða
eftir að endanleg skipan var komin á kvöldheimsóknir
afturgangnanna, átti að fara að nota skreiðina. (E 149).
Til þess að ná henni varð að fara upp á skreiðarhlaðann.
(E 147). Sá maður sem upp fór á hlaðann „sá þau tíð-
endi, at upp ór hlaðanum kom rófa, vaxin sem nauts-
rófa sviðin; hon var snpgg ok selhár.“ (E 149). Maður-
inn togaði í rófuna, en varð ekkert ágengt, og kallaði til
aðra menn og konur sér til hjálpar upp á skreiðarhlað-
ann, en allt kom fyrir ekki um hríð. „ok er þeir toguðu
sem mest, strauk rófan ór hgndum þeim, svá at skinnit
fylgði ór lófum þeira, er mest hQfðu á tekit, en varð eigi
síðan vart við rófuna“. (E 150). Þetta kemur mönnum
enn meira á óvart fyrir þá sök, að menn „skilðu . . .
eigi annat en rófan væri dauð“. (E 149). Þegar tekið var
ofan af skreiðarhlaðanum, kom í ljós að allur fiskur var
horfinn og aðeins roðið eftir þegar komið var nokkuð
niður í hlaðann, „en þar fannsk engi hlutr kvikr í hlað-
anum“ (E 150) - ekki frekar en þegar til var leitað í
upphafi. Ljóst er að lætin hyrja neðst í skreiðarhlaðan-
um. Sú vera sem étið hefur skreiðina hefur komið upp
úr jörðinni og hverfur niður í hana aftur. Ekki þarf að
fara í grafgötur um það, að rófan er jafn-efnisleg og
áþreifanleg og önnur þau fyrirbæri sem við sögu koma
í Fróðárundrum, og afl það sem í henni býr jafnast
fyllilega á við það, sem afturgöngmn er léð. (3.3.).
Alllangur aðdragandi er að þessum átökum við rófuna